sunnudagur, 29. nóvember 2009

Tvennt gerðist í gær:

1. Körfuboltaleikur
UMFÁ spilaði sinn rosalegasta leik hingað til í gær gegn HK í Kópavogi. Eftir fyrsta fjórðung var staðan ca 20-6 fyrir HK. Í hálfleik var HK 17 stigum yfir, 37-20. Sennilega verstu tveir fjórðungar í sögu UMFÁ.

Í seinni hálfleik gerðist eitthvað stórkostlegt. Svo stórkostlegt að ég á erfitt með að lýsa því. Svo ég sleppi því.

Seinni hálfleikurinn fór 54-27 fyrir UMFÁ, samtals 74-64 sigur hjá UMFÁ! Ég gubbaði næstum úr hamingju þegar lokaflautan gall.

Svona var þróun leiksins, gróflega áætlað:


2. Djamm
Í gærkvöldi mætti ég í partí í annað sinn á átta dögum og fjórða sinn á þessu ári. Mig grunar að fólk átti sig ekki á hversu stórar fréttir þetta eru, svo ég útbjó súlurit:

Með partíinu í gær hef ég aukið skemmtanalíf mitt um 100% frá 2008 og um ∞% frá sama tímabili í fyrra.

Hér er svo mynd sem reynt var að taka í morgun einhverntíman, án árangurs:



Ég sofnaði klukkan 8 í morgun. Takk Tekíla frænka.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.