þriðjudagur, 17. nóvember 2009

Í gærkvöldi var ég kynntur fyrir frægum sjónvarpsmanni sem "mest introvert náunga landsins sem hatar fólk" af samstarfsmanni mínum sem er þekktur fyrir að vera hreinskilinn.

Þetta er líklega besta lýsing á mér sem ég hef heyrt.

Síðar um kvöldið sagði körfuboltafélagi minn að ég væri alveg eins og þessi skrítni í Black Eyed Peas. Eftir nánari eftirgrenslan komst ég að því að hann átti við Taboo Nawasha (sjá mynd að neðan).


Það er sennilega versta lýsing á mér sem ég hef heyrt. Ég sendi boltann ekkert á umræddan liðsfélaga í leiknum í gær. Hann lærði lexíuna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.