föstudagur, 20. nóvember 2009

Í fyrrakvöld fór ég á körfuboltaæfingu. Í gærkvöldi fór ég líka á körfuboltaæfingu. Í kvöld spila ég körfuboltaleik með UMFÁ gegn Reyni Sandgerði, í Sandgerði. Í fyrramálið er svo körfuboltaæfing, sem er síðasta æfingin fyrir æfingaleik í körfubolta á mánudaginn.

Svo ætla ég í bíó á laugardagskvöldið.

Fjölbreytileikinn í lífi mínu er nánast óendanlegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.