Ég tók fyrsta skrefið í átt að bættri/nútímavæddri síðu í kvöld þegar ég bætti við "Síðurnar mínar" og "Ég á netinu" hér í tenglunum til hægri ásamt smávægilegum lagfæringum.
Mig grunar að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu stórt skref þetta er fyrir mig. Ég hata breytingar. Sérstaklega á hlutum sem ganga upp óbreyttir.
Ég var t.d. sá eini sem neitaði að láta breyta BMX hjólinu sínu þegar ég var lítill, af því ég treysti verksmiðjunni betur en vinum mínum sem sögðu hjólið mjög glatað óbreytt.
Hugmyndir að breytingum á þessari síðu eru vel þegnar, að því gefnu að ég þurfi ekki að breyta hatrinu sem kraumar innra með mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.