Í gærkvöldi tókst mér eitthvað sem ég hélt að væri ekki hægt. Ég var að spjalla við Soffíu og sofnaði í miðri setningu, sem eitt og sér er stórmerkilegt. Ég gerði þó meira. Ég hélt áfram með setninguna þrátt fyrir að vera sofandi. Setningin var því að hálfu sögð vakandi og að hálfu í svefni. Ég vaknaði fljótlega á eftir og áttaði mig á mistökunum, enda ætlaði Soffía aldrei að hætta að hlæja. Setning átti að vera eftirfarandi:
"Og hún var bara úti á meðan inni var fullt af fólki að skemmta sér konunglega enda félagsmiðstöð."
En hún varð:
"Og hún var bara úti á meðan inni var.....skákpartý sem er alveg ótrúlegt..."
laugardagur, 31. desember 2005
föstudagur, 30. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tvífarar dagsins er ekki hægt að sýna með myndum. Ég verð að lýsa þeim með orðum.
Annars vegar er um að ræða NFS, fréttastöð íslendinga sem nýlega fór í loftið. Á stöðinni er allt eins og á CNN; fréttamennirnir stífir af fínleika, fólkið sýnt vinna á bakvið, fréttastöðin kynnt fyrir fréttatíma af dimmrödduðum manni og allar fréttir sagðar eins og þær séu mjög mikilvægar. Eins og allt sé nýjasta nýtt. Það vantar þó eitthvað.
Tvífari þessarar virðulegu fréttastöðvar er ég á grímuballi þegar ég var 10 ára að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég lifði mig inn í hlutverkið og skemmti mér vel en það sáu allir að ég var ekkert þessi náungi í alvöru. Bara að þykjast.
Núna fæ ég sama aulahroll við að horfa á alla fréttatíma stöðvar 2(NFS) og ég fæ þegar ég sá brot úr Fólk með Sirrý. Fyndilegt og um leið grátlegt.
Annars vegar er um að ræða NFS, fréttastöð íslendinga sem nýlega fór í loftið. Á stöðinni er allt eins og á CNN; fréttamennirnir stífir af fínleika, fólkið sýnt vinna á bakvið, fréttastöðin kynnt fyrir fréttatíma af dimmrödduðum manni og allar fréttir sagðar eins og þær séu mjög mikilvægar. Eins og allt sé nýjasta nýtt. Það vantar þó eitthvað.
Tvífari þessarar virðulegu fréttastöðvar er ég á grímuballi þegar ég var 10 ára að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég lifði mig inn í hlutverkið og skemmti mér vel en það sáu allir að ég var ekkert þessi náungi í alvöru. Bara að þykjast.
Núna fæ ég sama aulahroll við að horfa á alla fréttatíma stöðvar 2(NFS) og ég fæ þegar ég sá brot úr Fólk með Sirrý. Fyndilegt og um leið grátlegt.
fimmtudagur, 29. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í mikilli blogghugmyndalægð ákvað ég að skreppa til tannlæknis í morgun. Hugmyndin var að fá urmul af blogghugmyndum og varð ég ekki fyrir vonbrigðum.
Ég fékk hjá tannlækninum aðstoð sem kostaði eftirfarandi:
Reglubundið eftirlit: 29.485 kr./klst.
Röntgenmyndataka: 29.760 kr./klst.
Hreinsun tannsteins: 74.400 kr./klst.
Sem betur fer var ég ekki heila klukkustund hjá tannlækninum heldur aðeins fimm mínútur að láta taka rötgenmynd, og tvær mínútur að láta hreinsa tannsteininn, alls sjö mínútur. Alls greiddi ég kr. 8.400 fyrir að fá það staðfest að ég er með óskemmdar tennur.
Ég fékk hjá tannlækninum aðstoð sem kostaði eftirfarandi:
Reglubundið eftirlit: 29.485 kr./klst.
Röntgenmyndataka: 29.760 kr./klst.
Hreinsun tannsteins: 74.400 kr./klst.
Sem betur fer var ég ekki heila klukkustund hjá tannlækninum heldur aðeins fimm mínútur að láta taka rötgenmynd, og tvær mínútur að láta hreinsa tannsteininn, alls sjö mínútur. Alls greiddi ég kr. 8.400 fyrir að fá það staðfest að ég er með óskemmdar tennur.
miðvikudagur, 28. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég á við eitt smávægilegt vandamál að stríða. Ég ýki allt sem ég segi svolítið.
Reyndar ýki ég allt frekar mikið sem gerir þetta að mjög stóru vandamáli. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja þetta eitt mesta vandamál sem ég hef þurft að kljást við.
En ekki taka mig trúanlegan. Ég ýki allt svo stórkostlega að annað eins hefur aldrei sést í allri sögu mannkyns.
Reyndar ýki ég allt frekar mikið sem gerir þetta að mjög stóru vandamáli. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja þetta eitt mesta vandamál sem ég hef þurft að kljást við.
En ekki taka mig trúanlegan. Ég ýki allt svo stórkostlega að annað eins hefur aldrei sést í allri sögu mannkyns.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fjörfiskurinn, sem angraði mig í 10 vikur í vetur í vinstri augabrúninni, hefur fært sig um set í neðarlega magavöðvana. Fjörfiskur er víst streituviðbrögð líkamans þannig að ég dreg þá ályktun að í vetur hafi ég verið stressaður í öðru auganu við allt námið. Núna hinsvegar er ég stressaður í magavöðvunum við allt átið yfir hátíðirnar.
Vel á minnst; ég fór til pabba á jóladag og gisti eina nótt. Þar skemmtum við Björgvin bróðir okkur konunglega og borðuðum stanslaust frá því við komum þangað til við fórum. Niðurstaða; ég léttist um 1 kíló. Frábær þessi líkami.
Vel á minnst; ég fór til pabba á jóladag og gisti eina nótt. Þar skemmtum við Björgvin bróðir okkur konunglega og borðuðum stanslaust frá því við komum þangað til við fórum. Niðurstaða; ég léttist um 1 kíló. Frábær þessi líkami.
þriðjudagur, 27. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Jólin að baki og tími fyrir upptalningu yfir það sem gerðist á árinu. Ég byrja á tveimur listum:
Listi yfir fimm minnisstæðustu atburði ársins
5. Mín fyrsta keyrsla í Reykjavík á bílnum mínum.
4. Jólamatarboð Pabba 25. desember síðastliðinn.
3. White Stripes tónleikarnir í nóvember.
2. Hringferð um landið í sumar með Soffíu og Sigrúni Önnu.
1. Upphaf sambands með duglegustu stelpu landsins, af hverri ég hef verið hrifinn síðan á öðru ári í menntaskóla 1995.
Listi yfir fimm óminnisstæðustu atburði ársins
5. Sturtuferð eftir körfubolta í nóvember.
4. Hélt ég væri með hausverk í ágúst en þá var derhúfan bara of þröng.
3. Las fréttablaðið í október.
2. Dreymdi eitthvað um miðjan júní. Man ekki hvað það var.
1. Allir atburðir á tímabilinu 1. janúar - 1. júní ca.
Listi yfir fimm minnisstæðustu atburði ársins
5. Mín fyrsta keyrsla í Reykjavík á bílnum mínum.
4. Jólamatarboð Pabba 25. desember síðastliðinn.
3. White Stripes tónleikarnir í nóvember.
2. Hringferð um landið í sumar með Soffíu og Sigrúni Önnu.
1. Upphaf sambands með duglegustu stelpu landsins, af hverri ég hef verið hrifinn síðan á öðru ári í menntaskóla 1995.
Listi yfir fimm óminnisstæðustu atburði ársins
5. Sturtuferð eftir körfubolta í nóvember.
4. Hélt ég væri með hausverk í ágúst en þá var derhúfan bara of þröng.
3. Las fréttablaðið í október.
2. Dreymdi eitthvað um miðjan júní. Man ekki hvað það var.
1. Allir atburðir á tímabilinu 1. janúar - 1. júní ca.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er veik tilraun til að framlengja lífi bíls míns sem ber opinberlega nafnið Mitzubichi Lancer (árgerð 1987) en óopinberlega Hnoðri.
Bíllinn er keyrður yfir 250.000 km en samt gengur hann endalaust. Ég er viss um að hann bili núna úr því að ég hef ritað þetta.
Með því að segjast búast við því að hann bili ætti hann ekki að bila, því annars hef ég rétt fyrir mér sem gerist alltof sjaldan til að þessi kenning falli.
Það er ekki laust við að ég sé kominn með blóðnasir af ofhugsun.
Bíllinn er keyrður yfir 250.000 km en samt gengur hann endalaust. Ég er viss um að hann bili núna úr því að ég hef ritað þetta.
Með því að segjast búast við því að hann bili ætti hann ekki að bila, því annars hef ég rétt fyrir mér sem gerist alltof sjaldan til að þessi kenning falli.
Það er ekki laust við að ég sé kominn með blóðnasir af ofhugsun.
sunnudagur, 25. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef uppgötvað nýjan keppinaut Arthúrs. Hér er hann. Þessi strípa er sérstaklega fyndin þar sem þarna er gert grín að heimilislæknum og þeirra ráð til allra. Svona í anda jólanna.
föstudagur, 23. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er handahófskennd tölfræði dagsins:
* Ég hef sent 33 sms úr símanum mínum frá 8. desember sem gera 2,2 sms á dag. Þetta er óvenju mikið miðað við mig frá upphafi en óvenju lítið miðað við mig ef litið er til sms smíða minna síðustu fimm mánuði ca.
Hrútleiðinleg tölfræði en tölfræði dagsins engu að síður. Hugsið bara um börnin í Afríku sem hafa enga tölfræði dagsins og verið þakklát!
* Ég hef sent 33 sms úr símanum mínum frá 8. desember sem gera 2,2 sms á dag. Þetta er óvenju mikið miðað við mig frá upphafi en óvenju lítið miðað við mig ef litið er til sms smíða minna síðustu fimm mánuði ca.
Hrútleiðinleg tölfræði en tölfræði dagsins engu að síður. Hugsið bara um börnin í Afríku sem hafa enga tölfræði dagsins og verið þakklát!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í hádeginu komst ég að því að jólin eru að hefjast á morgun. Hér er listi yfir það sem ég á eftir að gera:
* Skrifa jólakort.
* Dreifa jólakortum (auðvitað).
* Kaupa jólagjafir fyrir ca alla.
* Pakka inn jólagjöfum (auðvitað).
* Raka mig.
* Fara í klippingu.
* Eiga fín föt.
* Horfa á jóladagatalið.
* Fylgjast betur með hvað tímanum líður.
* Stressa mig á því að vera ekki búinn að neinu jólatengdu.
Þessi listi sannar það í eitt skipti fyrir öll að ég er íslendingur en þeir gera alltaf allt alltof seint, að því er virðist.
* Skrifa jólakort.
* Dreifa jólakortum (auðvitað).
* Kaupa jólagjafir fyrir ca alla.
* Pakka inn jólagjöfum (auðvitað).
* Raka mig.
* Fara í klippingu.
* Eiga fín föt.
* Horfa á jóladagatalið.
* Fylgjast betur með hvað tímanum líður.
* Stressa mig á því að vera ekki búinn að neinu jólatengdu.
Þessi listi sannar það í eitt skipti fyrir öll að ég er íslendingur en þeir gera alltaf allt alltof seint, að því er virðist.
fimmtudagur, 22. desember 2005
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef samið mína fyrstu Hæku. Hæka er yfir 700 ára Kínverskt ljóðform. Reglur þeirrar ljóðategundar eru eftirfarandi:
* Þrjár línur.
* Þarf ekki að ríma.
* Fyrsta og þriðja línan eiga að vera 5 atkvæði.
* Önnur línan á að vera 7 atkvæði.
Hér er mitt ljóð:
hæka er of stutt
næ aldrei að klára það
alltof fá orð sem
Nú stoppar mig ekkert. Amk ekki frá því að fá mér trefil, skrítinn hatt og örlítil gleraugu ásamt því að skrá mig sem listamann í símaskránna, ef ég væri með símanúmer skráð.
* Þrjár línur.
* Þarf ekki að ríma.
* Fyrsta og þriðja línan eiga að vera 5 atkvæði.
* Önnur línan á að vera 7 atkvæði.
Hér er mitt ljóð:
hæka er of stutt
næ aldrei að klára það
alltof fá orð sem
Nú stoppar mig ekkert. Amk ekki frá því að fá mér trefil, skrítinn hatt og örlítil gleraugu ásamt því að skrá mig sem listamann í símaskránna, ef ég væri með símanúmer skráð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)