miðvikudagur, 6. apríl 2005

Hætturnar leynast víða. Ef þú ert ekki úrræðagóður eins og ég geturðu gengið í hverja gildruna á fætur annarri. Sjálfur hef ég upplifað endalausa hættu og hef, með tímanum, lært að nota þá reynslu mér til góðs, jafnvel til að bægja mér og mínum frá bráðri hættu.

Ein slík aðstæða kom upp í dag þegar ég mætti í klippingu. Ef ekki hefði verið fyrir langa reynslu af eftirfarandi máli hefði getað farið illa. Hér er hetjulegt samtal mitt við afgreiðsludömuna:

Afgreiðsludaman: Góðan dag. Ertu með gel í hárinu?
Ég: Emm... er hérna ekki einhver náungi ennþá að vinna hérna?
Afgreiðsludaman: Jú, hann hérna inni.
Ég: Ah... nei, ég er ekki með gel í hárinu.
Afgreiðsludaman: Þá kemuru bara hérna inn í stólinn.
Ég: Ég veit.

Allavega, ég er nýklipptur og náði, í þetta sinn, að forða mér á glæsilegan hátt frá því að láta þvo mér um hárið af karlmanni.
Þessi frétt vakti athygli mína. Ekki vegna þess að samkynhneigðir karlmenn safna að sér sjúkdómum heldur vegna þessa setningabrots:

"...varð hans vart í Rotterdam þegar um 100 samkynhneigðir menn smituðust, að því er kemur fram í aprílhefti tímaritsins Sexually Transmitted Infections..."

Hvar ætli maður fái þetta stórskemmtilega tímarit 'Sexually Transmitted Infections'?

þriðjudagur, 5. apríl 2005

Jæja, ég þarf að fara á fund, má ekki vera að þessu.

Þetta hefur mig langað til að segja og meina allt frá því að ég var 6 ára og sá Matlock segja þetta við aðstoðarmenn sína.
Það lítur út fyrir að ég sé að fá kvef aftur. Það þýðir aðeins eitt; lokaprófin byrja í næstu viku. Síðast fékk ég kvef þegar ég las fyrir veikindalokapróf í janúar. Þar á undan fékk ég kvef fyrir lokaprófin í desember og þar á undan í lokaprófunum á vorönn 2004, fyrir utan hið hefðbundna sumarkvef.

Ef einhver kann að skipta á ónæmiskerfi og vill skipta við mig á sínu, þá gjörðu svo vel. Ég er jafnvel til í að borga eitthvað á milli.

mánudagur, 4. apríl 2005

Í gær bætti ég sérkennilegt met mitt þegar ég hjálpaði sjö hópum að klára skilaverkefni fyrir aðgerðagreiningu sem ég hafði klárað nokkrum dögum fyrr. Það sem vakti einna helst athygli mína var sú einkennilega tilviljun að hver einasta manneskja sem þáði aðstoð mína var kvenkyn.

Alls voru þetta um tuttugu kvenmenn í þessum sjö hópum og því eru líkurnar á þessu, í ljósi þess að um 58% allra nema í þessum áfanga eru kvenmenn, 0,001359 prósent eða 1 á móti 311.827.


Höttur er kominn upp um deild, aftur


Í annað sinn á skömmum tíma hefur körfuknattleiksdeild Hattar komið sér upp um deild með glæsilegum árangri. Síðast í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Val, 91-56, í umspili fyrstu deildar um sæti í úrvalsdeildinni. Hamingjuóskir til leikmanna Hattar!

Ennfremur hef ég ákveðið að hætta þessu menntunarrugli, segja mig úr háskólanum og fara austur að æfa körfubolta. En fyrst er að jafna sig á geðshræringunni, þrífa málninguna af líkamanum, fara í einhver föt og drífa sig heim að sofa.

sunnudagur, 3. apríl 2005




Þessi kælir hefur staðið tómur í átta mánuði í matsal HR. Enginn veit hvernig hann komst þangað, til hvers hann er og af hverju er kveikt á honum. Hann er læstur svo enginn getur sett neitt í hann en samt fær hann að standa áfram.

Það gerir hann að áttunda undri veraldar, hér í matsal Háskóla Reykjavíkur.
Þá er komið að því; nú mun birtast top 10 listi yfir mest heimsóttu síður á netinu af Finni.tk. Þessi færsla gæti haft gríðarlegt auglýsingagildi fyrir viðkomandi síður. Gjörið svo vel:

10. imdb.com
9. visir.is
8. ebay.com
7. ru.is
6. mbl.is
5. b2.is
4. jazzhoops.com
3. finnurtg.blogspot.com
2. google.com
1. ijbl.net (upphafssíðan mín)

Þessi listi er unninn úr historytakkanum sem ég nýlega var að uppgötva í internet explorernum.
Eftir körfuboltaæfingu gærkvöldsins og át á American Style með Óla var farið í bíó á myndina Danny the Dog (Ísl.: Hvuttinn Daníel), sem einnig er nefnd Unleashed (Ísl.:Laustauma) fyrir bandaríkjamarkað. Myndin fjallar um piltung einn, Danny, sem alinn hefur verið upp sem slagsmálatól fyrir eldri mann sem stundar glæpi ýmiskonar og er slæmur maður, vægast sagt. Piltungurinn, sem Jet Li leikur ágætlega, hefur engan sjálfstæðan vilja en kynnist þá blindum manni, leikinn af Morgan Freeman, og lærir í kjölfarið á dásemdir lífsins.

Myndin er bland af sleepless in seattle og fight club sem er fáránleg blanda og getur aldrei gengið upp. Markhópurinn er semsagt fólk sem elskar geðsjúka væmni og ennþá geðsjúkara ofbeldi. Mjög sérstök blanda.

Fínustu bardagaatriði eru í myndinni en væmnin keyrir um þverbak. 1 stjarna af fjórum.

laugardagur, 2. apríl 2005




Gærkvöldið fór í partý heima hjá Garðari og Eygló. Síðar um nóttina var farið niður í bæ þar sem ég fór beint á matsölustað og heim enda ekki mikið fyrir næturlífið, hvað þá boogie. Nokkrar myndir frá þessu á gsmblogginu.

föstudagur, 1. apríl 2005




Í gærkvöldi var spilaður Kani heima hjá Garðari og Eygló en með okkur spilaði Bergvin, einn mesti spilagúrú landsins. Spilað var í marga tíma og langt fram á nótt eins og við er að búast þegar skemmtilegt fólk kemur saman. Sigurvegara kvöldsins er svo að finna hér á gsmblogginu.
Þar sem það er kominn nýr mánuður kemur hér ljóð eftir ungt ljóðskáld, hvers nafn ég man ekki eins og er.

1. Apríl
Marsbúinn