sunnudagur, 3. apríl 2005

Eftir körfuboltaæfingu gærkvöldsins og át á American Style með Óla var farið í bíó á myndina Danny the Dog (Ísl.: Hvuttinn Daníel), sem einnig er nefnd Unleashed (Ísl.:Laustauma) fyrir bandaríkjamarkað. Myndin fjallar um piltung einn, Danny, sem alinn hefur verið upp sem slagsmálatól fyrir eldri mann sem stundar glæpi ýmiskonar og er slæmur maður, vægast sagt. Piltungurinn, sem Jet Li leikur ágætlega, hefur engan sjálfstæðan vilja en kynnist þá blindum manni, leikinn af Morgan Freeman, og lærir í kjölfarið á dásemdir lífsins.

Myndin er bland af sleepless in seattle og fight club sem er fáránleg blanda og getur aldrei gengið upp. Markhópurinn er semsagt fólk sem elskar geðsjúka væmni og ennþá geðsjúkara ofbeldi. Mjög sérstök blanda.

Fínustu bardagaatriði eru í myndinni en væmnin keyrir um þverbak. 1 stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.