mánudagur, 4. apríl 2005



Höttur er kominn upp um deild, aftur


Í annað sinn á skömmum tíma hefur körfuknattleiksdeild Hattar komið sér upp um deild með glæsilegum árangri. Síðast í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Val, 91-56, í umspili fyrstu deildar um sæti í úrvalsdeildinni. Hamingjuóskir til leikmanna Hattar!

Ennfremur hef ég ákveðið að hætta þessu menntunarrugli, segja mig úr háskólanum og fara austur að æfa körfubolta. En fyrst er að jafna sig á geðshræringunni, þrífa málninguna af líkamanum, fara í einhver föt og drífa sig heim að sofa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.