miðvikudagur, 6. apríl 2005

Hætturnar leynast víða. Ef þú ert ekki úrræðagóður eins og ég geturðu gengið í hverja gildruna á fætur annarri. Sjálfur hef ég upplifað endalausa hættu og hef, með tímanum, lært að nota þá reynslu mér til góðs, jafnvel til að bægja mér og mínum frá bráðri hættu.

Ein slík aðstæða kom upp í dag þegar ég mætti í klippingu. Ef ekki hefði verið fyrir langa reynslu af eftirfarandi máli hefði getað farið illa. Hér er hetjulegt samtal mitt við afgreiðsludömuna:

Afgreiðsludaman: Góðan dag. Ertu með gel í hárinu?
Ég: Emm... er hérna ekki einhver náungi ennþá að vinna hérna?
Afgreiðsludaman: Jú, hann hérna inni.
Ég: Ah... nei, ég er ekki með gel í hárinu.
Afgreiðsludaman: Þá kemuru bara hérna inn í stólinn.
Ég: Ég veit.

Allavega, ég er nýklipptur og náði, í þetta sinn, að forða mér á glæsilegan hátt frá því að láta þvo mér um hárið af karlmanni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.