þriðjudagur, 5. apríl 2005

Það lítur út fyrir að ég sé að fá kvef aftur. Það þýðir aðeins eitt; lokaprófin byrja í næstu viku. Síðast fékk ég kvef þegar ég las fyrir veikindalokapróf í janúar. Þar á undan fékk ég kvef fyrir lokaprófin í desember og þar á undan í lokaprófunum á vorönn 2004, fyrir utan hið hefðbundna sumarkvef.

Ef einhver kann að skipta á ónæmiskerfi og vill skipta við mig á sínu, þá gjörðu svo vel. Ég er jafnvel til í að borga eitthvað á milli.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.