Ég sá Ísland í dag um daginn þar sem verið var að ræða einhvurn andskotann og boðað til kosninga í gegnum sms um málið, sem er allt í lagi þannig séð. Svo var mér litið á skjáinn og þar sá ég að smsið kostaði 39,90 krónur; fólk þurfti semsagt að borga fyrir að gefa skoðun sína! Ekki nóg með það heldur svöruðu um 400 manns sms símakosningunni og gerðu hana þarmeð ógilda og ranga, í ljósi þess að aðeins heimskt fólk sem kann alls ekki að fara með peninga svaraði könnuninni.
Niðurstöðurnar í þessum þættum voru að veðurfræðingar ættu að spá betra veðri.
sunnudagur, 19. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég tók mér bloggfrí í gær af því tilefni að hafa sigrað tvo daga í röð í spilakeppni sem haldin var heima hjá Jökli, frú, Bryngeiri og systur. Einnig komst ég ekkert í nettengda tölvu og síðast en ekki síst lærði ég það á harða veginn að það gengur ekki að safna herjum saman og ráðast inn í næstu lönd sem Hitler Þýskalands í leiknum Civilization III, án þess að vera settur í viðskiptabann víðsvegar, litinn hornauga og að lokum flengdur af öllum þjóðum heimsins.
En nóg um mig. Hvernig hafið þið það?
En nóg um mig. Hvernig hafið þið það?
föstudagur, 17. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eina ferðina ætla ég að reyna að fá fólk til að skrifa í gestabókina. Í þetta sinn á frekar ómerkilegan hátt með því að höfða til samviskunnar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hvað er að koma fyrir Davíð Oddsson? Samkvæmt þessari frétt er hann annað hvort kominn í mesta jólaskap allra tíma eða er að undirbúa risajólagjöf til Bandaríkjastjórnar. Eða bæði.
Ég fagna þessu amk. Nú er bara spurning hvort maður stofni ekki skákklúbb í HR, fái Bobby Fischer til að hjálpa við opnunarhátíðina og Birgittu Haukdal til að halda fjöltefli.
Ég fagna þessu amk. Nú er bara spurning hvort maður stofni ekki skákklúbb í HR, fái Bobby Fischer til að hjálpa við opnunarhátíðina og Birgittu Haukdal til að halda fjöltefli.
fimmtudagur, 16. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er ég endanlega kominn til Vodafone. Fyrir venjulega fólkið hefði það gerst fyrir rúmum tveimur mánuðum, rétt eftir að boðið um að skipta um símafélag var þegið en ekki fyrir mig. Hér er sagan:
* Um miðjan október er mér boðið að skipta um símafélag sem ég þigg með þökkum.
* Tveimur vikum síðar berst mér símtal frá kappa sem ætlar að sendast til mín með kortið sem ég þarf í símann svo ég færist yfir til Vodafone. Ég er alltaf í skólanum á kvöldin þannig að hann frestar því alltaf um eitt kvöld að koma.
* Þegar ég svo loks er heima hættir hann að hringja. Gerist um 7.-8. nóvember.
* Ég gefst upp um 1. desember og ætla að ná í kortið í Kringluna en þá finnst það ekki. Nýtt kort skal búið til þegar þetta rennur út, er mér tjáð.
* Lendi fyrir austan, enn hjá símanum, 10. desember.
* 13. desember er mér tilkynnt að númerið mitt sé hérmeð skráð hjá vodafone og allt samband dettur út, enda ég með símakortið enn í símanum. Vodafone lofar að senda kortið um hæl.
* Í dag, 16. desember berst kortið. Umslagið er stimplað 15. desember. Kortið virkar þó ekki því þau sendu týnda kortið sem einmitt rann út í dag. Það var þó lagað undir kvöld og voilá! Ég er kominn yfir til vodafone. Einfalt og þægilegt ferli.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þarna er um að ræða minn klaufaskap auk minnar óheppni. Ég kann starfsfólki vodafone mínar bestu þakkir fyrir að þola mig í þennan tíma. Ennfremur vona ég að enginn móðgast við það hver leikur hann eða hana í hollywoodmyndinni sem verið er að vinna í að gera þessa dagana, um þetta mál einmitt.
Allavega, ég hef glatað öllum númerum úr símanum. Mér þætti vænt um ef fólk gæti sent mér sms í gegnum vodafone síðuna, í númer 867 0533 og tilkynnt mér nafn og númer. Kærar þakkir.
* Um miðjan október er mér boðið að skipta um símafélag sem ég þigg með þökkum.
* Tveimur vikum síðar berst mér símtal frá kappa sem ætlar að sendast til mín með kortið sem ég þarf í símann svo ég færist yfir til Vodafone. Ég er alltaf í skólanum á kvöldin þannig að hann frestar því alltaf um eitt kvöld að koma.
* Þegar ég svo loks er heima hættir hann að hringja. Gerist um 7.-8. nóvember.
* Ég gefst upp um 1. desember og ætla að ná í kortið í Kringluna en þá finnst það ekki. Nýtt kort skal búið til þegar þetta rennur út, er mér tjáð.
* Lendi fyrir austan, enn hjá símanum, 10. desember.
* 13. desember er mér tilkynnt að númerið mitt sé hérmeð skráð hjá vodafone og allt samband dettur út, enda ég með símakortið enn í símanum. Vodafone lofar að senda kortið um hæl.
* Í dag, 16. desember berst kortið. Umslagið er stimplað 15. desember. Kortið virkar þó ekki því þau sendu týnda kortið sem einmitt rann út í dag. Það var þó lagað undir kvöld og voilá! Ég er kominn yfir til vodafone. Einfalt og þægilegt ferli.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þarna er um að ræða minn klaufaskap auk minnar óheppni. Ég kann starfsfólki vodafone mínar bestu þakkir fyrir að þola mig í þennan tíma. Ennfremur vona ég að enginn móðgast við það hver leikur hann eða hana í hollywoodmyndinni sem verið er að vinna í að gera þessa dagana, um þetta mál einmitt.
Allavega, ég hef glatað öllum númerum úr símanum. Mér þætti vænt um ef fólk gæti sent mér sms í gegnum vodafone síðuna, í númer 867 0533 og tilkynnt mér nafn og númer. Kærar þakkir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skemmtileg staðreynd; við takmarkaða hreyfingu léttist ég. Ég hef nú lést úr rúmlega 83 kg í 78 frá því í lok sumars þar sem ég hef verið í námi í HR, sitjandi og borðandi nammi.
Þetta er án efa áhrifaríkasta leiðin til að fá kvenfólk til að hata mig. Allt fyrir frægðina, nema koma nakinn fram, nema í sundi.
Þetta er án efa áhrifaríkasta leiðin til að fá kvenfólk til að hata mig. Allt fyrir frægðina, nema koma nakinn fram, nema í sundi.
miðvikudagur, 15. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðuingar á skorti á kvikmyndagagnrýni og fjórförum þessa dagana. Þessar færslur eru skrifaðar í tölvu bróðir míns þar sem ég hef ekki aðgang að ftp forritinu mínu sem sér um myndir og annað stórmerkilegt.
Ég reyni að bæta fyrir það með því að gera mig að fífli á næsta balli. Takið myndavélarnar ykkar með.
Ég reyni að bæta fyrir það með því að gera mig að fífli á næsta balli. Takið myndavélarnar ykkar með.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn ein klipping að baki þar sem samtals um 50 metrar af hári voru teknir. Það sést þó ekki nokkur munur á mér nema svöðusárið í hnakkanum sem hlaust þegar hárgreiðsludaman kaus að raka á mér hálsinn aftanverðan með blaði. Konan vildi ekki að ég tæki eftir þessu og þurrkaði bara blóðið með hárþurrkunni og sýndi mér ekki hnakkann með speglinum. Ég að sjálfsögðu lét sem ég tæki ekki eftir sársaukanum og grét því ekki fyrr en greiddar höfðu verið 2.200 krónur með bros á vör og tár í auga.
Og nei, Austurgluggi, þú mátt ekki birta þessa færslu í næsta blaði.
Og nei, Austurgluggi, þú mátt ekki birta þessa færslu í næsta blaði.
þriðjudagur, 14. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta körfuboltaæfingin var í kvöld. Ég ætla ekki að draga lesendur á asnaeyrunum með málþófi um að það skipti ekki alltaf máli að vera góður eða að maður getur verið góður í körfubolta á margan hátt, heldur ætla ég að segja eins og er; ég saug rassgat. Fyrir ykkur sem ekki skiljið slæmar myndlíkingar; ég gat ekkert.
Annað í fréttum: Það er komið gat á sokkinn minn.
Annað í fréttum: Það er komið gat á sokkinn minn.
mánudagur, 13. desember 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld prófaði ég nýja lyftingasal Egilsstaða og nágrennis. Í salnum er nýtískuleg tæki og meira að segja náungi til að aðstoða okkur vitlausa fólkið við að gera sig þyngra. Til að gera langa og ótrúlega leiðinlega færslu stutta þá er ég ánægður með þetta framtak. Öllu góðu fylgir þó alltaf eitthvað slæmt og það slæma við þetta er að núna er alltaf allt fullt í þessum sal og þar sem ég er býsna lítið fyrir að umgangast fólk þá lít á þetta mjög alvarlegum augum.
Salurinn fær því þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.
Salurinn fær því þrjár og hálfa stjörnu af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er þessa dagana að vinna í því að skipta yfir til vodafone hvað gsm þjónustu varðar. Einn hængur er þó á; ég er gsm laus í dag og sennileg á morgun þannig að ef þið þurfið að ná sambandi við mig er ég í síma 471 1682 (og hlýði kallinu Finnur eða Herra Ritstjóri). Einnig eru hugboð vel þegin. Hverfandi líkur eru þó á því að þetta komi ykkur að gagni þar sem síminn minn hefur ekki hringt svo dögum skiptir utan símtala sem halda mér á lífi og gallup.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)