Eftir áralangar rannsóknir á því hvaða aðstæður séu leiðinlegast að upplifa hef ég komist að niðurstöðu. Ég fór í rannsóknarferð í sundlaug Egilsstaða í gær til þess eins að synda smá, jafnvel fá smá lit og auðvitað að reyna að upplifa eitthvað leiðinlegt. Þegar ég er á leið í sturtuna, haldandi á handklæði í annarri og risa head n' shoulders brúsa í hinni, hitti ég mann sem ég nafngreini ekki en þekki þó nægilega mikið til að heilsa en vona að hann fari ekki að spjalla eitthvað því smátal er með því leiðinlegasta sem ég upplifi. Að sjálfsögðu fer hann að spjalla um daginn og veginn og þegar örlítið er liðið á samtalið átta ég mig á því að mér líður alls ekki svo vel og að þetta sé eitt af því ömurlegasta sem ég hef upplifað; að spjalla við mann þar sem við stöndum báðir algjörlega naktir, hann á leið úr sturtu og ég í sturtu. Ég var fljótur að nota orðið "jæja" og bæta svo einhverri afsökun við til að sleppa í sturtuna. Allt í lagi að standa í sturtunni og spjalla eða vera að þurrka sér því þá hefur maður eitthvað að dunda sér við en á leið í sturtu vil ég ekki tala við neinn.
Ég lét reiði og biturð bitna á vatninu og synti eins og búrhvalur þennan dag.
föstudagur, 18. júlí 2003
fimmtudagur, 17. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Annan daginn í röð ætla ég að eyða hluta úr deginum við að slá og raka gras hér á skattstofunni í yfir 20 stiga hita um leið og ég hlusta á útvarpið og æli úr hamingju í stað þess að vinna inni við skrifborðið. Tilhlökkunin er svo mikil að ég held ég nái ekki einu sinni að klára....
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kiddi í videoflugunni er orðinn heimsfrægur á Íslandi en þessi frétt birtist efst á mbl.is í dag. Það má taka það fram að skáksveit Fellabæjar lét taka mynd af sér á nákvæmlega sama stað og Kiddi er á í fréttinni, fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan eins og sjá má hér. Svona endurtekur sagan sig sífellt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í lyftingum í gær var tekið vel á því og þegar leikurinn stóð sem hæst tók ég eftir að ég var farinn að grænka á báðum handleggjum, rétt eins og Hulk. Ég fór að spá í hvort þetta gæti staðist, hvort lyftingarnar væru loksins farnar að borga sig og að ég væri farinn að stökkbreytast í grænt vöðvaskrímsli. Ég var meira að segja farinn að plana að ráðast inn í þær verslarnir á svæðinu sem mér er illa við og stökkva svo sallarólegur í burtu með fúlgu fjár þegar vonbrigðin dundu yfir. Grænkan nuddaðist af og ég mundi að þetta var bara eftir grasið sem ég sló fyrr um daginn á skattstofunni. Ég er feginn að þetta uppgötvaðist svona snemma því það hefði verið frekar vandræðalegt að standa fyrir utan t.d. sentrum öskrandi og berjandi í vegginn til þess eins að brjóta á mér hendurnar.
miðvikudagur, 16. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir nokkru síðan var hér sett upp könnun þar sem spurt var um kyn viðkomandi. Niðurstöðurnar voru sláandi þar sem kom í ljós að 15 kvenkyns verur sækja þessa síðu og sama magn af strákum eins og sjá má hér.
Nú hefur langur tími liðið og ýmislegt breyst. Þess vegna vil ég gjarnan fá að vita, aftur, hvaða kyn þið eruð. Ég biðst um leið velvirðingar á andleysi mínu. Í 20 stiga hita er erfitt að hugsa eitthvað nýtt.
Smelltu hér til að taka þátt.
Nú hefur langur tími liðið og ýmislegt breyst. Þess vegna vil ég gjarnan fá að vita, aftur, hvaða kyn þið eruð. Ég biðst um leið velvirðingar á andleysi mínu. Í 20 stiga hita er erfitt að hugsa eitthvað nýtt.
Smelltu hér til að taka þátt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldið var eins dapurlegt og á verður kosið. Eftir vinnu aðstoðaði ég Bylgju við ftp forrit sem hún var að fá sér en strax eftir það ákvað ég að leggja mig í klukkutíma. Ég vaknaði svo kl tíu svo ég gæti farið að sofa. Ég ætlaði mér ýmislegt í gær, t.d. að lyfta, spila körfubolta, slá skattstofugarðinn, horfa á boston public og jafnvel aðstoða Björgvin við að breyta um útlit á síðunni sinni, en þess í stað þess svaf ég eins og fífl.
þriðjudagur, 15. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Undur og stórmerki. Í morgun, eftir að hafa vaknað óvenju snemma (7:45 í stað 7:50), áttaði ég mig á því að það var rusladagur í þessu nýja hverfi en í gamla hverfinu var það á mánudögum. Ég lagðist því í það stórvirki að henda öllu rusli í tvo svarta ruslapoka í brjáluðu kapphlaupi við tímann og henda þeim svo út. Þetta tókst og þegar ég kom heim úr vinnunni voru pokarnir á bak og burt. Þetta markar tímamót því nú komumst við bræður að ísskápnum í fyrsta sinn í 3 vikur en við höfum gleymt að fara út með ruslið í fjórar vikur samfleytt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst ömurlegt hvernig hægt er að hagræða sannleikanum með skrautlegum orðum og góðu viðmóti. Fyrir utan utanríkisstefnu bandaríkjamanna þá man ég eftir auglýsingu sem útskýrir mál mitt.
Auglýsinging er frá tannkremsfyrirtæki sem auglýsti 'sensodine' minnir mig. Hún byrjar á því að kall ætlar að fá sér heitan drykk að drekka en hrekkur svo við þegar elding skýst í kinnina á honum. Næst er það kona sem er að borða ís og alltaf það sama; þau fá eldingu í kinnina. Þá kemur til sögunnar ofurtannkremið sensodine og verkun þess útskýrð á þann hátt að þegar þú tannburstar þig deyfir tannkremið taugarnar eitthvað þannig að þú getur borðað það sem þú vilt. Engu er lofað um að koma í veg fyrir tannskemmdir, aðeins að deyfa þig. Þú gætir þess vegna verið með rjúkandi rústir upp í þér en hey, þú finnur ekki sársaukann með Sensodine.
Auglýsinging er frá tannkremsfyrirtæki sem auglýsti 'sensodine' minnir mig. Hún byrjar á því að kall ætlar að fá sér heitan drykk að drekka en hrekkur svo við þegar elding skýst í kinnina á honum. Næst er það kona sem er að borða ís og alltaf það sama; þau fá eldingu í kinnina. Þá kemur til sögunnar ofurtannkremið sensodine og verkun þess útskýrð á þann hátt að þegar þú tannburstar þig deyfir tannkremið taugarnar eitthvað þannig að þú getur borðað það sem þú vilt. Engu er lofað um að koma í veg fyrir tannskemmdir, aðeins að deyfa þig. Þú gætir þess vegna verið með rjúkandi rústir upp í þér en hey, þú finnur ekki sársaukann með Sensodine.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu daga hafa hvorki fleiri né færri en ca 10 manns haft samband eða bara spjallað við mig um það eitt að Karl Malone sé á förum frá Jazz. Ólíklegasta fólk hefur nefnt þetta til þess eins og að særa tilfinningar mínar en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Malone má sigla sinn sjó og jafnvel vinna titil. Hann átti þó amk 18 ár hjá Jazz sem er meira en 99% allra leikmanna í deildinni hafa gert. Svo veit maður ekki hvort hann komi strax aftur til Jazz eftir að hafa fengið hring og klári stigaskorunarmetið.
Ég giska á að stelpur skilji ekki orð af þessu sem er hér fyrir ofan. Þær geta bara farið hingað á meðan.
Ég giska á að stelpur skilji ekki orð af þessu sem er hér fyrir ofan. Þær geta bara farið hingað á meðan.
mánudagur, 14. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég segi eins og Ripp Rapp og Rupp segja í dönsku Andrésar Andar blöðunum: "gúlp!", "gasp!" og jafnvel "hulk!" (og þá þar af leiðandi: "sniff") því Bylgja fagra er að setja saman pistil um laugardagskvöldið, með myndum. Allir þangað.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef ég man rétt þá sá ég myndina 'Die another day' í gærkvöldi en það er nýjasta James Bond myndin. Ég hjó strax eftir því í byrjun að lagið er ömurlegt en það er flutt af Madonnu. Ég veit ekki hversu mikið ég get sagt um þessa mynd án þess að skemma fyrir einhverjum en ég læt amk það flakka að hún gerist að hluta til á Íslandi og orðið "Iceland" er sagt ca 10-15 sinnum mér til kátínu. Vondu kallarnir eru svalir og Brosnan alltaf góður en það að blanda bandaríkjanjósnara í þetta voru mistök. Berry er flott en á ekki heima þarna. Svo eru í myndinni ca 200.000 atriði sem gætu aldrei gengið upp en það þýðir ekki að spá í það þegar um Bond mynd ræðir. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum.
sunnudagur, 13. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ein auglýsing í gangi þessa dagana sem fer talsvert í taugarnar á mér. Í auglýsingunni er piltur að spila körfubolta á meðan stelpa er að skrifa sms á bekk nálægt. Strákurinn tekur skot aftur fyrir sig með annari hendi og hittir sem er ansi vasklega gert og alls ekki hægt að kvarta yfir því. Það sem fer í taugarnar á mér er það sem gerist næst en hann grípur þá til prins póló súkkulaðis og tekur einn stærsta bita sem ég hef nokkurn mann taka. Hann reynir eftir það að tyggja eftir bestu getu en það gengur augljóslega erfiðlega. Þess ber að geta að það er verið að auglýsa prins póló og mér dauðleiðist.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)