sunnudagur, 13. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ein auglýsing í gangi þessa dagana sem fer talsvert í taugarnar á mér. Í auglýsingunni er piltur að spila körfubolta á meðan stelpa er að skrifa sms á bekk nálægt. Strákurinn tekur skot aftur fyrir sig með annari hendi og hittir sem er ansi vasklega gert og alls ekki hægt að kvarta yfir því. Það sem fer í taugarnar á mér er það sem gerist næst en hann grípur þá til prins póló súkkulaðis og tekur einn stærsta bita sem ég hef nokkurn mann taka. Hann reynir eftir það að tyggja eftir bestu getu en það gengur augljóslega erfiðlega. Þess ber að geta að það er verið að auglýsa prins póló og mér dauðleiðist.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.