fimmtudagur, 17. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í lyftingum í gær var tekið vel á því og þegar leikurinn stóð sem hæst tók ég eftir að ég var farinn að grænka á báðum handleggjum, rétt eins og Hulk. Ég fór að spá í hvort þetta gæti staðist, hvort lyftingarnar væru loksins farnar að borga sig og að ég væri farinn að stökkbreytast í grænt vöðvaskrímsli. Ég var meira að segja farinn að plana að ráðast inn í þær verslarnir á svæðinu sem mér er illa við og stökkva svo sallarólegur í burtu með fúlgu fjár þegar vonbrigðin dundu yfir. Grænkan nuddaðist af og ég mundi að þetta var bara eftir grasið sem ég sló fyrr um daginn á skattstofunni. Ég er feginn að þetta uppgötvaðist svona snemma því það hefði verið frekar vandræðalegt að standa fyrir utan t.d. sentrum öskrandi og berjandi í vegginn til þess eins að brjóta á mér hendurnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.