þriðjudagur, 15. júlí 2003

Undur og stórmerki. Í morgun, eftir að hafa vaknað óvenju snemma (7:45 í stað 7:50), áttaði ég mig á því að það var rusladagur í þessu nýja hverfi en í gamla hverfinu var það á mánudögum. Ég lagðist því í það stórvirki að henda öllu rusli í tvo svarta ruslapoka í brjáluðu kapphlaupi við tímann og henda þeim svo út. Þetta tókst og þegar ég kom heim úr vinnunni voru pokarnir á bak og burt. Þetta markar tímamót því nú komumst við bræður að ísskápnum í fyrsta sinn í 3 vikur en við höfum gleymt að fara út með ruslið í fjórar vikur samfleytt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.