Síðustu daga hafa hvorki fleiri né færri en ca 10 manns haft samband eða bara spjallað við mig um það eitt að Karl Malone sé á förum frá Jazz. Ólíklegasta fólk hefur nefnt þetta til þess eins og að særa tilfinningar mínar en þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Malone má sigla sinn sjó og jafnvel vinna titil. Hann átti þó amk 18 ár hjá Jazz sem er meira en 99% allra leikmanna í deildinni hafa gert. Svo veit maður ekki hvort hann komi strax aftur til Jazz eftir að hafa fengið hring og klári stigaskorunarmetið.
Ég giska á að stelpur skilji ekki orð af þessu sem er hér fyrir ofan. Þær geta bara farið hingað á meðan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.