mánudagur, 7. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldinu var eytt í hina æsispennandi dans- og söngvamynd '8 mile' eða '12,8744 kílómetri' eins og hún ætti að heita á Íslensku. Í aðalhlutverki eru digurbarkinn Marshall Mathers(öðru nafni Eminem), Kim Basinger og Brittany Murphy. Myndin fjallar um ungan söngvara sem ætlar sér heldur betur að dansa og syngja sig upp valdastigann en kemst að því að lífið er enginn dans á rósum. Hörkufjörug mynd sem kemur manni í gott skap. Leikarar standa sig vel nema kannski helst Kim Basinger sem er alltaf jafn tilgerðarleg. Þessi mynd er svolítið lík mér að því leiti að hún er bjartsýn, jákvæð og glansar öll af einskærri hamingju og er það þess vegna sem ég gef henni þrjár stjörnur af fjórum. Lagið 'Loose yourself' sem myndinni fylgir er líka mjög gott enda vann það óskarinn, sælla minninga.
sunnudagur, 6. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru 2 myndir frá gærkvöldi. Í þetta sinn er ekki hægt að stækka þær með því að smella á þær. Þessar myndir segja ekki alla söguna því í þetta teiti mætti þónokkuð af kvenfólk, hvort sem þið trúið því eður ei.
Black Jack / Svarti pétur / 21 var spilaður
Ég og Gylfi þegar leikurinn stóð sem hæst

Black Jack / Svarti pétur / 21 var spilaður

Ég og Gylfi þegar leikurinn stóð sem hæst
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærdagurinn var hörkufjörugur. Um klukkan 17:30 var farið í körfubolta á Hallormsstað og lauk honum ekki fyrr en ca 20:30. Eftir ferðina til baka og éting var haldið í teiti til Garðars og Bergvins þar sem tefldar voru skákir, hlustað var á tónlist og heimsmálin rædd við koníaksslurk(ef einhver trúir því). Svo lá leiðin á ball í Valaskjálf en ég, Bergvin og Davíð rúntuðum helst til of lengi. Eftir gott trúnaðarskeið við Bergvin var loks farið á ball þar sem Gulla gaf mér ágætis kjaftshögg og ég lék við hvurn minn fingur.
Svona eftir á að hyggja hefði gærkvöldið getað byrjað betur, verið betra og endað betur. Sennilega hefði það verið best ef ég hefði bara leigt spólu í gær eftir körfuboltann.
Svona eftir á að hyggja hefði gærkvöldið getað byrjað betur, verið betra og endað betur. Sennilega hefði það verið best ef ég hefði bara leigt spólu í gær eftir körfuboltann.
laugardagur, 5. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sniðugt hjá Mjólkursamsölu Búðardals að auglýsa verðlaun í lokunum á engjaþykkni. Ég tek stundum rispu og lifi bókstaflega á þessari stórgóðu máltíð en aldrei hef ég unnið neitt. Mér finnst þó sérstaklega sniðugt hvernig MS hefur náð að búa til lok úr áli sem rifnar í ca 200 búta þegar maður rembist við að taka það af. Þó svo ég hefði unnið einhverntíman væri ómögulegt fyrir mig að sjá eitthvað úr því, nema ég sé mikið fyrir púsluspil, sem ég er ekki.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld heyrði ég áhugavert samtal tveggja piltunga í íþróttahúsinu, báðir ca tuttugu ára gamlir. Drengur 2 er svona frekar seinþroska og smávaxinn piltur á meðan drengur 1 er svalari, eldri týpan. Samtalið var í megindráttum svona:
Drengur 1: Nau, ertu búinn með tvær dósir á einni viku? (af munntóbaki)
Drengur 2: já, þetta er svo gott maður.
Drengur 1: Djöfull ertu harður maður.
Drengur 2: (kinkar svalt kolli) jahh... svona er þetta. (ég skynja að hann heldur tárunum niðri með herkjum)
Drengur 3 (ég): Hugsar; Ef þið farið ekki að þegja spring ég úr reiði, vonlausu hálfvitar.
Af hverju í ósköpunum er það álitið töff hjá þessum aldurshópi að troða viðbjóði í vörina á sér? Mér finnst líklegt að drengur 2 gráti sig í svefn, á milli foreldra sinna, því tóbakið er búið að eyðileggja á honum kjaftinn. Ég þoli ekki tilgerðarsemi.
Úr léttmetinu yfir í þungar fréttir.
Barry White er dáinn. Alltaf grátlegt þegar fólk deyr langt fyrir aldur fram en White var aðeins 58 ára að aldri. Svona er lífið og dauðinn.
Drengur 1: Nau, ertu búinn með tvær dósir á einni viku? (af munntóbaki)
Drengur 2: já, þetta er svo gott maður.
Drengur 1: Djöfull ertu harður maður.
Drengur 2: (kinkar svalt kolli) jahh... svona er þetta. (ég skynja að hann heldur tárunum niðri með herkjum)
Drengur 3 (ég): Hugsar; Ef þið farið ekki að þegja spring ég úr reiði, vonlausu hálfvitar.
Af hverju í ósköpunum er það álitið töff hjá þessum aldurshópi að troða viðbjóði í vörina á sér? Mér finnst líklegt að drengur 2 gráti sig í svefn, á milli foreldra sinna, því tóbakið er búið að eyðileggja á honum kjaftinn. Ég þoli ekki tilgerðarsemi.
Úr léttmetinu yfir í þungar fréttir.
Barry White er dáinn. Alltaf grátlegt þegar fólk deyr langt fyrir aldur fram en White var aðeins 58 ára að aldri. Svona er lífið og dauðinn.
föstudagur, 4. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um helgina munu tveir skemmtistaðir opna (Café KHB og V Nightclub) á Egilsstöðum auk þess sem ball verður haldið í Valaskjálf. Það er næg ástæða til að drekka og vera glaður en til að vera með þetta allt á hreinu ákvað ég í dag að setja upp 'kostir og gallar við drykkju' skjal og hér er það:
Gallar:
Óhollt.
Dýrt.
Gerir sig að fífli --> mjög mikið samviskubit.
Þynnka.
Hreyfingarleysi 2 daga á eftir.
Fitnun.
Vöðvarýrnun og ég má ekki við því.
Kostir:
Gæti orðið gaman, þó ekki víst.
Ef tekið er mið af þessu finnst mér mjög líklegt að ég mæti á ball, undir áhrifum en ég mæli ekki með því.
Skjalið var unnið í Excel spreadsheet. Teiknuð var mynd í paint í framhaldi af skjalinu sem ekki er hægt að koma til skila að sinni.
Gallar:
Óhollt.
Dýrt.
Gerir sig að fífli --> mjög mikið samviskubit.
Þynnka.
Hreyfingarleysi 2 daga á eftir.
Fitnun.
Vöðvarýrnun og ég má ekki við því.
Kostir:
Gæti orðið gaman, þó ekki víst.
Ef tekið er mið af þessu finnst mér mjög líklegt að ég mæti á ball, undir áhrifum en ég mæli ekki með því.
Skjalið var unnið í Excel spreadsheet. Teiknuð var mynd í paint í framhaldi af skjalinu sem ekki er hægt að koma til skila að sinni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir nokkrum dögum keypti ég poka af súkkulaðihjúpuðum lakkrís. Ég sá strax eftir því vegna þess hversu illa viðbjóðurinn bragðaðist og svo bar hann nafnið 'Sport lakkrís'. Hvað í ósköpunum á lakkrís sameiginlegt með íþróttum? Kannski heitir hann 'sport lakkrís' af því hann var hjúpaður súkkulaði sem er, að því er virðist, mjög sportlegt. Sama má segja um 'sport lunch' eða hvað það nú heitir súkkulaðistykkið. Allt lata fólk heimsins kaupir vöruna dýrum dómi í þeirri von að þetta sé hollt og að það þurfi ekki að hreyfa sig til að hrista þetta af sér. Sorglegt hvað sumir leggjast lágt í markaðssetningunni.
fimmtudagur, 3. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er talsvert pirraður í dag því ég hef ekkert að segja í þessari dagbók minni. Get þó alltaf sagt hvað ég hef verið að gera, sama hverju óáhugavert það er.
Í gær skokkaði ég ca 7 km með Jökli, fór á sveitabæinn Hrafnabjörg númer fjögur að mig minnir og heimsótti Helga bróðir minn en hann vinnur þar í sumar. Þar var hörkufjör enda Helgi í miklu stuði og ábúendur mjög hressir. Þá tók við þáttur af Boston Public, sem olli vonbrigðum sökum ofsahamingju sem þar ríkti. Einn þriðji úr snakkpoka frá Maarud var borðaður.
Ég býð enn eftir að andinn komi yfir mig svo ég hafi eitthvað áhugavert að segja. Þangað til, kíkið á myndasíðuna og skrifið ummæli, eða farið eitthvað annað á netinu ef þið eruð ekki búin að klára það.
Í gær skokkaði ég ca 7 km með Jökli, fór á sveitabæinn Hrafnabjörg númer fjögur að mig minnir og heimsótti Helga bróðir minn en hann vinnur þar í sumar. Þar var hörkufjör enda Helgi í miklu stuði og ábúendur mjög hressir. Þá tók við þáttur af Boston Public, sem olli vonbrigðum sökum ofsahamingju sem þar ríkti. Einn þriðji úr snakkpoka frá Maarud var borðaður.
Ég býð enn eftir að andinn komi yfir mig svo ég hafi eitthvað áhugavert að segja. Þangað til, kíkið á myndasíðuna og skrifið ummæli, eða farið eitthvað annað á netinu ef þið eruð ekki búin að klára það.
miðvikudagur, 2. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Myndum hefur verið bætt við myndasíðuna, skúffukaka borðuð og tímaritið lifandi vísindi fengið í pósti. Lífið er gott en ekki mikið lengur því lagt er á ráðin um að fara að lyfta í kvöld. Allavega; kíkið á myndasíðuna, skrifið ummæli og verið glöð. Mér ber þó að vara ykkur við, það er mikil gúrkutíð í myndamálum. Ég lofa þó að taka myndir frá teiti um helgina, hvar sem það verður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi þegar ég fór í Hraðbúðina til að versla síðuspik í formi Sóma hamborgara og bandarískt bensín frá Írak varð mér litið á sjónvarpsskjá sem staðsettur er í horni verslunarinnar. Á skjánum var, að mér sýndist Ellý nokkur Ármannsdóttir (gellan sem kynnti söngvakeppni framhaldsskólanna 2003), gjörsamlega skaðbrennd eftir legu í ljósabekk, á sólarströnd, eftir gríðarlegt magn brúnkukrems eða allt ofantalið að reyna að kynna dagskrárlið og halda andliti. Ég, eins og vel flestir Íslendingar gæti ég trúað, gat ekki varist hlátri. Hvað fær fólk til að nota brúnkukrem? Þegar fólk fer í ljósabekk, áttar það sig aldrei á því þegar það er orðið "nógu brúnt" eða kolsvart? Ellý var flott en er eins og brunnið ristabrauð núna. Ég myndi amk aldrei smyrja hana núna, hvað þá éta.
þriðjudagur, 1. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirtalda 'hluti' þarf ég til að vera hamingjusamur:
Heilsu
Sæmilega borgaða vinnu
Samastað
Fjölskylduna (foreldra og systkini)
Skuldleysi
Skúffuköku ca 1 sinni í viku
Körfubolta og körfu
Allt annað er bónus. Miðað við þetta finnst mér ég vera frekar nægjusamur. Þrátt fyrir að ég hafi allt þetta í dag hyggst ég stefna hamingju minni í hættu með því að fara til Reykjavíkur í haust að læra í Háskóla Reykjavíkur. Þar fórna ég fjölskyldu, vinnu, skuldleysi og jafnvel skúffuköku fyrir menntun sem er ekki einu sinni á listanum. Vitlaus skipti en einhverra hluta vegna nauðsynleg, fjandinn hafi það.
Heilsu
Sæmilega borgaða vinnu
Samastað
Fjölskylduna (foreldra og systkini)
Skuldleysi
Skúffuköku ca 1 sinni í viku
Körfubolta og körfu
Allt annað er bónus. Miðað við þetta finnst mér ég vera frekar nægjusamur. Þrátt fyrir að ég hafi allt þetta í dag hyggst ég stefna hamingju minni í hættu með því að fara til Reykjavíkur í haust að læra í Háskóla Reykjavíkur. Þar fórna ég fjölskyldu, vinnu, skuldleysi og jafnvel skúffuköku fyrir menntun sem er ekki einu sinni á listanum. Vitlaus skipti en einhverra hluta vegna nauðsynleg, fjandinn hafi það.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem hefur verið hér síðustu 2 vikur eða svo, er batman.is vinsælasta afþreyingasíða landsins. Rétt á hæla ofurhetjunnar er tilveran.is og undirheimar.net. Ótrúlegt nokk þá rak skip.is lestina með aðeins eitt atkvæði en þar er á ferðinni hörku síða með mikið skemmtanagildi fyrir rétta aðila. Hér getið þið séð niðurstöðurnar.
Ný könnun er fædd. Munið að kjósa rétt.
Smellið hér til að taka þátt.
Ný könnun er fædd. Munið að kjósa rétt.
Smellið hér til að taka þátt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)