fimmtudagur, 3. júlí 2003

Ég er talsvert pirraður í dag því ég hef ekkert að segja í þessari dagbók minni. Get þó alltaf sagt hvað ég hef verið að gera, sama hverju óáhugavert það er.

Í gær skokkaði ég ca 7 km með Jökli, fór á sveitabæinn Hrafnabjörg númer fjögur að mig minnir og heimsótti Helga bróðir minn en hann vinnur þar í sumar. Þar var hörkufjör enda Helgi í miklu stuði og ábúendur mjög hressir. Þá tók við þáttur af Boston Public, sem olli vonbrigðum sökum ofsahamingju sem þar ríkti. Einn þriðji úr snakkpoka frá Maarud var borðaður.

Ég býð enn eftir að andinn komi yfir mig svo ég hafi eitthvað áhugavert að segja. Þangað til, kíkið á myndasíðuna og skrifið ummæli, eða farið eitthvað annað á netinu ef þið eruð ekki búin að klára það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.