mánudagur, 7. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldinu var eytt í hina æsispennandi dans- og söngvamynd '8 mile' eða '12,8744 kílómetri' eins og hún ætti að heita á Íslensku. Í aðalhlutverki eru digurbarkinn Marshall Mathers(öðru nafni Eminem), Kim Basinger og Brittany Murphy. Myndin fjallar um ungan söngvara sem ætlar sér heldur betur að dansa og syngja sig upp valdastigann en kemst að því að lífið er enginn dans á rósum. Hörkufjörug mynd sem kemur manni í gott skap. Leikarar standa sig vel nema kannski helst Kim Basinger sem er alltaf jafn tilgerðarleg. Þessi mynd er svolítið lík mér að því leiti að hún er bjartsýn, jákvæð og glansar öll af einskærri hamingju og er það þess vegna sem ég gef henni þrjár stjörnur af fjórum. Lagið 'Loose yourself' sem myndinni fylgir er líka mjög gott enda vann það óskarinn, sælla minninga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.