Í kvöld heyrði ég áhugavert samtal tveggja piltunga í íþróttahúsinu, báðir ca tuttugu ára gamlir. Drengur 2 er svona frekar seinþroska og smávaxinn piltur á meðan drengur 1 er svalari, eldri týpan. Samtalið var í megindráttum svona:
Drengur 1: Nau, ertu búinn með tvær dósir á einni viku? (af munntóbaki)
Drengur 2: já, þetta er svo gott maður.
Drengur 1: Djöfull ertu harður maður.
Drengur 2: (kinkar svalt kolli) jahh... svona er þetta. (ég skynja að hann heldur tárunum niðri með herkjum)
Drengur 3 (ég): Hugsar; Ef þið farið ekki að þegja spring ég úr reiði, vonlausu hálfvitar.
Af hverju í ósköpunum er það álitið töff hjá þessum aldurshópi að troða viðbjóði í vörina á sér? Mér finnst líklegt að drengur 2 gráti sig í svefn, á milli foreldra sinna, því tóbakið er búið að eyðileggja á honum kjaftinn. Ég þoli ekki tilgerðarsemi.
Úr léttmetinu yfir í þungar fréttir.
Barry White er dáinn. Alltaf grátlegt þegar fólk deyr langt fyrir aldur fram en White var aðeins 58 ára að aldri. Svona er lífið og dauðinn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.