Um helgina munu tveir skemmtistaðir opna (Café KHB og V Nightclub) á Egilsstöðum auk þess sem ball verður haldið í Valaskjálf. Það er næg ástæða til að drekka og vera glaður en til að vera með þetta allt á hreinu ákvað ég í dag að setja upp 'kostir og gallar við drykkju' skjal og hér er það:
Gallar:
Óhollt.
Dýrt.
Gerir sig að fífli --> mjög mikið samviskubit.
Þynnka.
Hreyfingarleysi 2 daga á eftir.
Fitnun.
Vöðvarýrnun og ég má ekki við því.
Kostir:
Gæti orðið gaman, þó ekki víst.
Ef tekið er mið af þessu finnst mér mjög líklegt að ég mæti á ball, undir áhrifum en ég mæli ekki með því.
Skjalið var unnið í Excel spreadsheet. Teiknuð var mynd í paint í framhaldi af skjalinu sem ekki er hægt að koma til skila að sinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.