þriðjudagur, 1. júlí 2003

Eftirtalda 'hluti' þarf ég til að vera hamingjusamur:

Heilsu
Sæmilega borgaða vinnu
Samastað
Fjölskylduna (foreldra og systkini)
Skuldleysi
Skúffuköku ca 1 sinni í viku
Körfubolta og körfu

Allt annað er bónus. Miðað við þetta finnst mér ég vera frekar nægjusamur. Þrátt fyrir að ég hafi allt þetta í dag hyggst ég stefna hamingju minni í hættu með því að fara til Reykjavíkur í haust að læra í Háskóla Reykjavíkur. Þar fórna ég fjölskyldu, vinnu, skuldleysi og jafnvel skúffuköku fyrir menntun sem er ekki einu sinni á listanum. Vitlaus skipti en einhverra hluta vegna nauðsynleg, fjandinn hafi það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.