miðvikudagur, 2. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Myndum hefur verið bætt við myndasíðuna, skúffukaka borðuð og tímaritið lifandi vísindi fengið í pósti. Lífið er gott en ekki mikið lengur því lagt er á ráðin um að fara að lyfta í kvöld. Allavega; kíkið á myndasíðuna, skrifið ummæli og verið glöð. Mér ber þó að vara ykkur við, það er mikil gúrkutíð í myndamálum. Ég lofa þó að taka myndir frá teiti um helgina, hvar sem það verður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.