Í gærkvöldi lenti ég í tvíþættu ævintýri í sturtunni í Laugum, eftir að ég kom úr sundi.
1. þáttur: SiðblindinginnÞegar ég sté í sturtuna sá ég mann vera að pukrast í horninu með rakvél. Þegar betur var að gáð sá ég að hann var að raka á sér, greinilega, stærri heilann og fylgihluti hans. Lausar stíga menn varla í vitið.
Þarmeð líkur fyrsta þætti.
2. þáttur: LinsanEftir sturtuna þurrkaði ég mér fyrir utan sturtuklefann þar sem allt er fullt af speglum. Í þessari aðstöðu myndast oft mikill raki í loftinu, eins og þetta kvöldið. Mikill raki hefur þau áhrif á linsur að þær festast stundum við augnlokin svo erfitt getur reynst að opna augun.
Ég var einmitt með linsur í augunum þetta kvöld og þegar gáfumennið með rakvélina gekk fyrir aftan mig mættust augu okkar í speglinum.
Það var þá sem ég reyndi að blikka augunum með þeim árangri að annað augað neitaði að opnast í ca hálfa sekúndu. Ég blikkaði því nýrakaðan pjakk í sturtuaðstöðu Lauga í gærkvöldi.
Ég vildi bara segja mína sögu áður en þetta kemur á vísir.is.