Nýlega fékk ég fyrirspurnina: "Hvað kostar að hafa tónlista mjög hátt í bílnum á meðan maður keyrir?" frá æstum lesanda.
Svarið er einfalt.
Ég á bíl og spila gjarnan tónlistina mjög hátt til að heyra síður í sjálfum mér syngja með, þar sem ég er frekar laglaus og með vonda söngrödd. Svo datt mér í hug í flippstuði að skipta um bremsuklossa.
Þá kom í ljós að ég var búinn með bremsuklossana og líka diskana undir þeim. Það var því komið "Járn í járn" ástand sem á að vera mjög hávært en ég tók ekki eftir, þar sem ég var að hlusta á hátt stillta tónlist.
Það kostar semsagt rúmar 20.000 krónur aukalega að hlusta tónlist hátt í bíl.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.