laugardagur, 27. júní 2009

Nýlega fékk ég þær fréttir að Michael Jackson sé ekki lengur til. Frekar vondar fréttir þar sem hann var snjall tónlistarmaður.

Viðbrögð fólks skiptast í tvennt; annars vegar að grínast með dauða hans (til að forðast tárin) og hinsvegar að sleppa sér í taumlausri sorg (til að forðast grínið).

Ég ætla að fara milliveginn. Fyrst byrja ég að gríninu:

Smellið á myndina fyrir stærra eintak í nýjum glugga.

Því næst ætla ég að skella tveimur uppáhaldslögum mínum með Michael Jackson á síðuna, ná í bréfþurrkur og öskra út gráti þar til ég æli úr eymd.

1. Earth Song (sem átti fyrst að heita Eartha Kitt Song en var breytt á síðustu stundu):



2. Jam:



Bónuslag, til að ná almennilegu flugi í sorginni.
3. Give into me:



Hann kunni þetta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.