miðvikudagur, 24. júní 2009

Ég heyrði nýlega af ungu barni sem kastaði upp úr frekju. Þá grét hún svo mikið úr frekju að hún kastaði upp. Mjög áhrifaríkt, án efa.

Það besta sem ég hef gert er að kasta upp úr hausverk, áfengi eða veikindum. Fyrir næstum viku kastaði ég svo næstum upp úr hugsun eftir þetta samtal:

Ég: Hey, manstu eftir Topher Grace úr That 70's show?
Viðmælandi: Já, mjög vel.
Ég: Manstu eftir náunganum sem lék með honum þar?
Viðmælandi: Kurtwood Smith?
Ég: Nei, hinum.
Viðmælandi: Ah, Aston Kutcher.
Ég: Já, akkúrat. Manstu eftir konunni hans?
Viðmælandi: Já, Demi Moore.
Ég: Einmitt. Og fyrrverandi manni hennar?
Viðmælandi: Bruce Willis.
Ég: Já. Vissir þú að núverandi kona hans á afmæli í dag?
Viðmælandi: Bíddu nú við. Á núverandi kona fyrrverandi manns konu meðleikara aðalhlutverksins í that 70 show afmæli?
Ég: Ég er ekki viss.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.