Mér hefur tekist nokkuð sem engum vísindamanni hefur tekist í sögu mannkynsins; að vinna bug á þyngdaraflinu!
Þessi uppgötvun mín mun ekki aðeins gera mig að milljarðamæringi og bjarga Íslandi úr kreppuveseninu heldur mun tækninni fleyta fram á ofurhraða í kjölfarið. Flugbílar, flughjólabretti, flugskór og fleira tengt mun líta dagsins ljós og allir verða hamingjusamir.
Og allt þetta útaf einum hárlokki á hausnum á mér sem fylgir ekki þyngdaraflinu, sama hvað ég reyni að greiða hann niður. Magnað!
Viðbót: Ég prófaði gel og hárlokkurinn fór niður, loksins. Hunsið allt sem ég sagði um að vinna bug á þyngdaraflinu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.