[Eitthvað trúlegt nafn hér] "klukkaði" mig nýlega og þar sem ég er ekki einmanna sál að skálda þetta þá ber mér að fylla inn í eftirfarandi lista:
1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Using econometrics : A practical guide, kennslubókin í Almennri Tölfræði II.
2. Hvers konar bækur lestu helst?
Stuttar bækur.
3. Hvaða bók lastu síðast?
Þegar þetta er ritað minnist ég þess ekki hafa lesið bók. Ég er þó að lesa bókina Angels and Demons þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Ár ef athyglisbresturinn eldist ekki af mér. Hér er sönnun þess að ég kann að lesa.
Þar hafið þið það. Ég er vonlaus í að lesa bækur. Ánægð? Búin að hafa mig að fífli á internetinu!
Allavega, ég klukka Hannes Hólmstein Gissurarson og Steingrím Joð Sigfússon, öðru nafni Guð.
mánudagur, 26. júní 2006
sunnudagur, 25. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru skilaboð til gáfnaljóssins sem gaf í þegar ég ætlaði að fara fram úr innanbæjar í gær (þar sem hann ók á 15 km hraða), valdandi því að ég þurfti að nauðhemla til að láta hann ekki valda slysi:
Ég vona að þú hafir náð að sofa hjá þessum mellum sem þú varst að rúnta með þar sem þú ert einn mesti töffari sem fyrir finnst, rúntandi á station bíl mömmu þinnar.
Ég vona að þú hafir náð að sofa hjá þessum mellum sem þú varst að rúnta með þar sem þú ert einn mesti töffari sem fyrir finnst, rúntandi á station bíl mömmu þinnar.
föstudagur, 23. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um daginn öskraði stúlka, sem var að tala við bróðir minn, upp yfir sig við að sjá mig. Þá á ég ekki við venjulega upphrópun heldur skerandi öskur eins og í hryllingsmyndunum.
Ég er ekki mikið fyrir að raka mig í framan en þegar liðnir eru 24 dagar frá því að sú aðgerð var síðast framkvæmd og fólk farið að öskra skelfingaröskrum við að sjá mig þá verð ég að grípa til aðgerða. Bæði skegghárin fengu að fjúka í gær og þarmeð hef ég lést um hálft kíló í viðbót.
Allavega, ekkert annað að frétta. Látið það berast.
Ég er ekki mikið fyrir að raka mig í framan en þegar liðnir eru 24 dagar frá því að sú aðgerð var síðast framkvæmd og fólk farið að öskra skelfingaröskrum við að sjá mig þá verð ég að grípa til aðgerða. Bæði skegghárin fengu að fjúka í gær og þarmeð hef ég lést um hálft kíló í viðbót.
Allavega, ekkert annað að frétta. Látið það berast.
fimmtudagur, 22. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef einhver hefði sagt mér fyrir ca þremur árum að ég væri enn bloggandi árið 2006, svitnandi við tilhugsunina um að sleppa úr degi og hugsandi um að hætta öllu nema blogginu, þá myndi ég slá þann sama í rot eða gera heiðarlega tilraun til þess.
Ef einhver hefði hinsvegar sagt fyrir ári síðan að í dag, 22. júní 2006, héti ég Finnur Torfi Guðlaugsson (sjá færslu að neðan), væri orðinn skattendurskoðandi (samkvæmt samningi við skattstofuna), akandi um á Peugeot 206 og væri á föstu með fallegustu og gáfuðustu manneskju landsins þá hefði ég sennilega orðið svo spenntur að ég hefði fengið heilablóðfall.
Hvað ætli gerist næst?
Ef einhver hefði hinsvegar sagt fyrir ári síðan að í dag, 22. júní 2006, héti ég Finnur Torfi Guðlaugsson (sjá færslu að neðan), væri orðinn skattendurskoðandi (samkvæmt samningi við skattstofuna), akandi um á Peugeot 206 og væri á föstu með fallegustu og gáfuðustu manneskju landsins þá hefði ég sennilega orðið svo spenntur að ég hefði fengið heilablóðfall.
Hvað ætli gerist næst?
miðvikudagur, 21. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rétt í þessu var ég að fá skjal þess efnis að ég hef lokið námi við Háskóla Reykjavíkur og er þarmeð orðinn viðskiptafræðingur með BSc gráðu. Þetta er fallegt skjal. Fallegast finnst mér þó að sjá nafn mitt efst á skjalinu, skrifað í skrautskrift:
Finnur Torfi Guðlaugsson.
Finnur Torfi Guðlaugsson.
þriðjudagur, 20. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær bakaði ég svo góða afmælissúkkulaðiköku fyrir Soffíu, þar sem hún átti afmæli, að mér finnst ég vera verri maður eftir að hafa smakkað hana.
Ekki nóg með að hún sé svo góð að maður efast um tilvistarstig sitt heldur er hún svo óholl að við hverja 30 gramma skeið sem maður borðar af henni þyngist maður um 150 grömm.
Ég varð bara að segja frá þessu eða að öðrum kosti springa í tætlur.
Ekki nóg með að hún sé svo góð að maður efast um tilvistarstig sitt heldur er hún svo óholl að við hverja 30 gramma skeið sem maður borðar af henni þyngist maður um 150 grömm.
Ég varð bara að segja frá þessu eða að öðrum kosti springa í tætlur.
mánudagur, 19. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag á mín kærasta kærasta afmæli. Til hamingju með það Soffía.
Ekki nóg með það heldur á minn kærasti frændi afmæli í dag líka. Hann heitir Kristján Freyr og er sonur Styrmis bróðir.
Enn einu sinni eiga kvenréttindi afmæli í dag. Til hamingju með það allar. Vonum að þetta sé í síðasta sinn sem við þurfum að óska þeim til hamingju.
Síðast en ekki síst á Gena Rowlands afmæli í dag. Til hamingju með það Gena.
Ekki nóg með það heldur á minn kærasti frændi afmæli í dag líka. Hann heitir Kristján Freyr og er sonur Styrmis bróðir.
Enn einu sinni eiga kvenréttindi afmæli í dag. Til hamingju með það allar. Vonum að þetta sé í síðasta sinn sem við þurfum að óska þeim til hamingju.
Síðast en ekki síst á Gena Rowlands afmæli í dag. Til hamingju með það Gena.
sunnudagur, 18. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þennan morguninn hef ég verið frekar utan við mig. Dæmi:
* Ég reyndi að opna kókflösku sem þegar var opin, með frekar góðum árangri.
* Ég hlustaði á Valdísi væmnu á Bylgjunni í ca klukkutíma, dæsandi og andvarpandi á víxl yfir sjúkri væmni og viðbjóði, áður en ég áttaði mig á því að ég gat skipt um útvarpsstöð, jafnvel hlustað á mp3 lög.
* Ég finn ekki fleiri atriði en tvö.
* Ég skrifa hér að ofan að aðeins er um að ræða tvö atriði þegar þrjú eru fundin.
* Fjögur núna. Ég hata sjálfan mig meira með hverri setningunni sem ég skrifa.
* Ég reyndi að opna kókflösku sem þegar var opin, með frekar góðum árangri.
* Ég hlustaði á Valdísi væmnu á Bylgjunni í ca klukkutíma, dæsandi og andvarpandi á víxl yfir sjúkri væmni og viðbjóði, áður en ég áttaði mig á því að ég gat skipt um útvarpsstöð, jafnvel hlustað á mp3 lög.
* Ég finn ekki fleiri atriði en tvö.
* Ég skrifa hér að ofan að aðeins er um að ræða tvö atriði þegar þrjú eru fundin.
* Fjögur núna. Ég hata sjálfan mig meira með hverri setningunni sem ég skrifa.
laugardagur, 17. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins hef ég bætt við myndum frá ferðalagi okkar Soffíu til Ítalíu sem hófst fyrir mánuði síðan og lauk í byrjun júní. Hér má sjá myndirnar.
Í nálægri framtíð mun ég svo bæta við myndum frá Svíþjóð en þangað fórum við einnig að heimsækja Styrmi bróðir og fjölskyldu hans.
Í nálægri framtíð mun ég svo bæta við myndum frá Svíþjóð en þangað fórum við einnig að heimsækja Styrmi bróðir og fjölskyldu hans.
föstudagur, 16. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Og nú; skilaboð frá bílaeigendum Egilsstaða til stjórnar Fljótsdalshéraðs:
LAGIÐ HELVÍTIS VEGINA Á EGILSSTÖÐUM!
Vegirnir á Egilsstöðum eru svo gjörsamlega út í hött lélegir að ég á erfitt með að tjá mig öðruvísi en að nota caps lock takkann. Aldrei áður hef ég spáð meira í að forðast að aka ofan í hyldýpi og holur en að keyra yfir fólk eða á aðra bíla.
LAGIÐ HELVÍTIS VEGINA Á EGILSSTÖÐUM!
Vegirnir á Egilsstöðum eru svo gjörsamlega út í hött lélegir að ég á erfitt með að tjá mig öðruvísi en að nota caps lock takkann. Aldrei áður hef ég spáð meira í að forðast að aka ofan í hyldýpi og holur en að keyra yfir fólk eða á aðra bíla.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær drap ég ógrynni af kettlingum með riffli. Kettlingar sem lifðu af voru teknir af lífi með hnífi. Ég hló allan tímann.
Drap / Tók af lífi = Sló.
Kettlingar = Gras í skattstofugarðinum.
Riffill = Sláttuvél skattstofunnar.
Hnífur = Sláttuorf skattstofunnar.
Hló = Öskraði.
Ég þjáist af 'erfitt að tjá sig um einfaldar aðgerðir'-heilkenninu, sem ég var einmitt að uppgötva rétt í þessu.
Uppgötva = Skálda.
Drap / Tók af lífi = Sló.
Kettlingar = Gras í skattstofugarðinum.
Riffill = Sláttuvél skattstofunnar.
Hnífur = Sláttuorf skattstofunnar.
Hló = Öskraði.
Ég þjáist af 'erfitt að tjá sig um einfaldar aðgerðir'-heilkenninu, sem ég var einmitt að uppgötva rétt í þessu.
Uppgötva = Skálda.
miðvikudagur, 14. júní 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég veit ekki af hverju ég hló óvenju hátt við að sjá textann á þessari mynd í morgun. Ég skil enn síður í því að ég hlæ ennþá í hvert skipti sem ég lít á hana. Minnst skil ég samt í mér að hafa rist setninguna á myndinni í handlegginn á mér með borðhníf.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)