mánudagur, 26. júní 2006

[Eitthvað trúlegt nafn hér] "klukkaði" mig nýlega og þar sem ég er ekki einmanna sál að skálda þetta þá ber mér að fylla inn í eftirfarandi lista:

1. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig?
Using econometrics : A practical guide, kennslubókin í Almennri Tölfræði II.

2. Hvers konar bækur lestu helst?
Stuttar bækur.

3. Hvaða bók lastu síðast?
Þegar þetta er ritað minnist ég þess ekki hafa lesið bók. Ég er þó að lesa bókina Angels and Demons þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Ár ef athyglisbresturinn eldist ekki af mér. Hér er sönnun þess að ég kann að lesa.

Þar hafið þið það. Ég er vonlaus í að lesa bækur. Ánægð? Búin að hafa mig að fífli á internetinu!

Allavega, ég klukka Hannes Hólmstein Gissurarson og Steingrím Joð Sigfússon, öðru nafni Guð.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.