Ef einhver hefði sagt mér fyrir ca þremur árum að ég væri enn bloggandi árið 2006, svitnandi við tilhugsunina um að sleppa úr degi og hugsandi um að hætta öllu nema blogginu, þá myndi ég slá þann sama í rot eða gera heiðarlega tilraun til þess.
Ef einhver hefði hinsvegar sagt fyrir ári síðan að í dag, 22. júní 2006, héti ég Finnur Torfi Guðlaugsson (sjá færslu að neðan), væri orðinn skattendurskoðandi (samkvæmt samningi við skattstofuna), akandi um á Peugeot 206 og væri á föstu með fallegustu og gáfuðustu manneskju landsins þá hefði ég sennilega orðið svo spenntur að ég hefði fengið heilablóðfall.
Hvað ætli gerist næst?
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.