Í gær bakaði ég svo góða afmælissúkkulaðiköku fyrir Soffíu, þar sem hún átti afmæli, að mér finnst ég vera verri maður eftir að hafa smakkað hana.
Ekki nóg með að hún sé svo góð að maður efast um tilvistarstig sitt heldur er hún svo óholl að við hverja 30 gramma skeið sem maður borðar af henni þyngist maður um 150 grömm.
Ég varð bara að segja frá þessu eða að öðrum kosti springa í tætlur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.