þriðjudagur, 13. júní 2006

Í þessari færslu hyggst ég, því miður, afsanna fyrir fullt og allt að hægt verði á minni ævi að ferðast aftur í tímann.

Fyrst yfirlýsing: Ég ætla að eyða ævinni minni í reyna að ferðast aftur í tímann til 12. júní 2006 (í gær), taka mynd af mér með mér og birta hér og í (öðrum) vísindatímaritum.

Og viti menn; ég minnist þess ekki að ég hafi heimsótt sjálfan mig í gær, hvað þá að ég hafi tekið mynd af mér með mér. Ég vona bara að ástæðan fyrir því að ég ferðast ekki aftur í tímann sé sú að ég verði of fátækur til að hafa efni á því.

Allavega, ég er hættur við að eyða ævinni í eitthvað sem mun ekki gerast. Sem veldur því að það er skiljanlegt að ég kom ekki í heimsókn í gær.

sunnudagur, 11. júní 2006

Í gær var ég svo heppinn að útskrifast úr HR sem viðskiptafræðingur. Það eina sem breytist við það er að laun mín hækka, hvert sem ég fer. Jú, og ég mun ganga með pípuhatt og einglyrni hér eftir, þar sem ég er orðinn fínn maður.

Allavega, nafn mitt var kallað upp í útskriftinni, að sögn, en ég var fjarri góðu gamni í sundi á Egilsstöðum með gömlu fjölskyldunni og framtíðar fjölskyldunni (bræðrum mínum, pabba og Soffíu). Ég hélt nú samt upp á þetta með kóki og risahrauni en það var einmitt það eina sem ég borðaði allan minn háskólaferil, ásamt einstaka núðluskammti. Ég mæti á næstu útskrift. Ég lofa.

Ef einhver fyrrum samnemandi minn les þetta; til hamingju með útskriftina.

föstudagur, 9. júní 2006

Ca 40 árum eftir að John Lennon og Paul McCartney sömdu lagið "When I'm 64", þar sem þeir spyrja konur sínar hvort þær muni elska þá þegar þeir verði 64ra ára, fékk Paul McCartney svar frá nýju konu sinni, rétt fyrir 64ra ára afmælið sitt. Nei. Greyið kallinn.
Ég var rétt í þessu að fleygja síðasta jórturleðrinu sem ég keypti á Ítalíu en þessi ákveðna gerð af Extra jórturleðri fæst ekki hérlendis.

Þetta finnst mér næg ástæða fyrir bæði þessari færslu og góðri vinnupásu, til að hugsa um horfin jórturleður fortíðar.

fimmtudagur, 8. júní 2006

Löngum hefur mig langað til að breyta um útlit og auka möguleika þessa bloggs. Fyrir nokkru fann ég ágætis grunn fyrir þessa breytingu og sjá, ég hef búið til nýtt blogg.

Þetta er þó bara grunnurinn. Í framtíðinni mun ég, ef útlitið fær góða dóma, bæta ýmsu dóti við þetta eins og hlekkjum og öðru skemmtilegu/leiðinlegu/frumlegu/áhugaverðu.

Kíkið á útlitið hér og gefið álit ykkar.
Í dag mæli ég með:

* Þessu lagi. Mögulega besta lag í heimi.

Annars er eftirfarandi að frétta af mér:

* Ég vinn á skattstofunni við að fara yfir framtöl.
* Ég lyfti daglega og mæti á Hattaræfingar í körfubolta.
* Ég bý hjá kærustunni minni, Soffíu og nýt hverrar sekúndu.
* Lalli ljón er í Reykjavík að bíða eftir því að ég sæki hann.
* Ég er enn að gera Arthúr með Jónasi snillingi.
* Ég hef tapað blogghæfileika mínum, ef hann var einhverntíman til staðar.
* Mig vantar bara íþróttaskó svo að líf mitt verði fullkomið.

miðvikudagur, 7. júní 2006

Þá er, eins og margoft hefur komið fram, háskólagöngu minni lokið í bili. Þar sem ég er með upprifjunar- og fortíðarblæti þá læt hér fylgja yfirferð yfir skólaárin mín:

Önn 1, haustið 2003:
* Leigði á Tunguvegi 18 í agnarsmáu herbergi.
* Drakk ekki dropa af áfengi.
* Gerði ekkert nema læra og sofa.
* Tók strætó í og úr skólanum.
* Spilaði körfubolta 3x í viku.
* Meðaleinkunn 7,4.

Önn 2, vorið 2004:
* Keypti fartölvu.
* Kynntist mínum fyrsta samnemanda við HR.
* Andlát í fjölskyldunni. Erfiður tími.
* Spilaði körfubolta 3x í viku.
* Meðaleinkunn 8,2.

Önn 3, haustið 2004:
* Leigði á stúdentagörðum í Skipholtinu.
* Gekk í skólann hvern einasta dag, 25 mínútna leið.
* Spilaði körfu 3x í viku.
* Fékk mitt fyrsta taugaáfall við próflestur.
* Meðaleinkunn 7,6.

Önn 4, vorið 2005:
* Hér virðist ekkert hafa gerst.
* Meðaleinkunn 7,8.

Önn 5, haustið 2005:
* Hóf samband með Soffíu Sveins, ofurgellu og gáfnaljósi.
* Gerðist höfundur að Arthúr myndasagna með góðum árangri.
* Keyrði í fyrsta sinn að staðaldri í Reykjavík á hundgömlum bíl.
* Leigði áfram á stúdentagörðunum í Skipholti.
* Komst á forsetalista HR.
* Meðaleinkunn 8,8.

Önn 6, vorið 2006:
* Hætti að blogga. Byrjaði svo aftur án athugasemda.
* Keypti mér nýjan bíl eftir að Arthúr fór að seljast og hundgamli bíllinn dó.
* Var boðin 5 mismunandi störf sem ég þurfti að neita.
* Meðaleinkunn 7,4.

Þá er þessu ævintýri lokið og næsta tekur við. Hvað það verður veit ég fullkomlega. Not.

þriðjudagur, 6. júní 2006

Ég er fyrstur til að viðurkenna að mér mistókst þetta áætlunarverk mitt. Eins gott kannski þar sem ég þurfti hvort eð er að vinna í dag.

Ég reyni bara 7. október á þessu ári aftur. Ef tekst vel þá mun barnið heita Guðfinnur eða Guðmundína og mun bera kennitöluna 070707-7770.

mánudagur, 5. júní 2006

Síðustu fjórfarar vikunnar birtust í janúar og þar sem þessi vika var að klárast ákvað ég að bæta nýjum við. Fjórfarar þessarar viku eru óvenjulegir þar sem ég sjálfur er fjórfarinn. Urðu fjórfararnir til með hjálp Soffíu minnar, Jónasar Reynis og Estherar Aspar.

Allavega, kíkið hérna.

sunnudagur, 4. júní 2006

Ég sit hérna í vinnunni og hlusta á fugl vera að syngja úr sér lungun. Hann hefur nú sungið látlaust í tvo tíma og virðist ekki ætla að hætta á næstunni. Sennilega einn vergjarnasti fugl sem ég hef komist í kynni við.

Fugl: play it cool og þá verða allir stelpufuglarnir vitlausir í þig. Þetta er of mikið.

laugardagur, 3. júní 2006

Ég tek stöðugum breytingum. Frá því í maí hafa eftirfarandi breytingar á mér átt sér stað:

* Ég er ekki lengur háskólanemi heldur viðskipta eitthvað.
* Ég er algjörlega endurnærður (andlega) eftir ferð til útlanda í 16 daga.
* Ég er algjörlega kolsvartur (líkamlega og andlega) eftir ferð til Ítalíu í 9 daga.
* Ég er algjörlega blankur (peningalega og líkamlega) eftir ferð til útlanda í 16 daga.
* Ég hef lést um 5 kg í viðbót eftir hörkufjöruga magakveisu sem fylgdi matareitrun sem ég fékk líklega í Danmörku.
* Líkami minn er í einu versta formi á norðurlöndum eftir litla hreyfingu undanfarið.
* Ég er svangur.

Meira um utanlandsferðina innan skamms ásamt gríðarlegu magni af myndum.

föstudagur, 2. júní 2006

Ég hef snúið aftur til ritstarfa. Hér eftir ætla ég að verða miklu duglegri við að blogga og láta ekkert stoppa m...

..ah. Kominn matur. Meira síðar.