þriðjudagur, 13. júní 2006

Í þessari færslu hyggst ég, því miður, afsanna fyrir fullt og allt að hægt verði á minni ævi að ferðast aftur í tímann.

Fyrst yfirlýsing: Ég ætla að eyða ævinni minni í reyna að ferðast aftur í tímann til 12. júní 2006 (í gær), taka mynd af mér með mér og birta hér og í (öðrum) vísindatímaritum.

Og viti menn; ég minnist þess ekki að ég hafi heimsótt sjálfan mig í gær, hvað þá að ég hafi tekið mynd af mér með mér. Ég vona bara að ástæðan fyrir því að ég ferðast ekki aftur í tímann sé sú að ég verði of fátækur til að hafa efni á því.

Allavega, ég er hættur við að eyða ævinni í eitthvað sem mun ekki gerast. Sem veldur því að það er skiljanlegt að ég kom ekki í heimsókn í gær.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.