Þá er, eins og margoft hefur komið fram, háskólagöngu minni lokið í bili. Þar sem ég er með upprifjunar- og fortíðarblæti þá læt hér fylgja yfirferð yfir skólaárin mín:
Önn 1, haustið 2003:
* Leigði á Tunguvegi 18 í agnarsmáu herbergi.
* Drakk ekki dropa af áfengi.
* Gerði ekkert nema læra og sofa.
* Tók strætó í og úr skólanum.
* Spilaði körfubolta 3x í viku.
* Meðaleinkunn 7,4.
Önn 2, vorið 2004:
* Keypti fartölvu.
* Kynntist mínum fyrsta samnemanda við HR.
* Andlát í fjölskyldunni. Erfiður tími.
* Spilaði körfubolta 3x í viku.
* Meðaleinkunn 8,2.
Önn 3, haustið 2004:
* Leigði á stúdentagörðum í Skipholtinu.
* Gekk í skólann hvern einasta dag, 25 mínútna leið.
* Spilaði körfu 3x í viku.
* Fékk mitt fyrsta taugaáfall við próflestur.
* Meðaleinkunn 7,6.
Önn 4, vorið 2005:
* Hér virðist ekkert hafa gerst.
* Meðaleinkunn 7,8.
Önn 5, haustið 2005:
* Hóf samband með Soffíu Sveins, ofurgellu og gáfnaljósi.
* Gerðist höfundur að Arthúr myndasagna með góðum árangri.
* Keyrði í fyrsta sinn að staðaldri í Reykjavík á hundgömlum bíl.
* Leigði áfram á stúdentagörðunum í Skipholti.
* Komst á forsetalista HR.
* Meðaleinkunn 8,8.
Önn 6, vorið 2006:
* Hætti að blogga. Byrjaði svo aftur án athugasemda.
* Keypti mér nýjan bíl eftir að Arthúr fór að seljast og hundgamli bíllinn dó.
* Var boðin 5 mismunandi störf sem ég þurfti að neita.
* Meðaleinkunn 7,4.
Þá er þessu ævintýri lokið og næsta tekur við. Hvað það verður veit ég fullkomlega. Not.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.