Dressmann, sú verslun sem hingað til hefur skaffað mér nærbuxur á góðu verði, hækkaði verðið svo mikið nýlega að ég get ekki með góðri samvisku keypt þær lengur.
Verðið á stökum nærbuxum hækkaði um 11%, sem er svosem ekki hræðilegt. Það sem er hræðilegt er að "kauptu þrjár, borgaðu fyrir tvær" tilboðið er ekki lengur til staðar. Þess í stað er viðskiptavinum boðið að kaupa þrjú pör á "aðeins 4.990 krónur".
Hér er tafla sem sýnir þetta betur:
Þarna sést að verðið á þremur nærbuxum fer úr 3.580 krónum yfir í 4.990 krónur, sem er 39% hækkun. Afslátturinn sem gefinn er af þremur í einu lækkar þannig úr 33% í 16%, um leið og verðið á stökum nærbuxum hækkar um 11%.
Ennfremur hefur allt verðlag í verslununum snarhækkað sýnist mér, en erfitt er að gera samanburð þar sem vörurnar breytast frá ári til árs.
Leitt, því ég hef verslað öll (undir)föt hjá Dressmann í mörg ár. Nú panta ég þau einhversstaðar ódýrara á netinu. Eða læt loks verða af því að gerast strípalingur.
sunnudagur, 30. mars 2014
fimmtudagur, 13. mars 2014
Símastuldur í World Class Laugum
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir um það bil tveimur vikum skrapp ég í ræktina (World Class Laugum) um miðjan dag. Á meðan á stjórnlausum lyftingum stóð var símanum mínum stolið úr fataskápnum.
Síminn er af tegundinni IPhone 5s. Ég átti enga mynd af honum svo hér er hann teiknaður eftir minni:
Ef þú hefur séð hann eða séð einhvern með einhvernveginn svona síma, láttu mig vita í finnurtg@gmail.com eða hringdu í lögregluna.
Ef þú stalst honum þá vinsamlegast skilaðu honum í afgreiðslu World Class Laugum. Ef þú vilt ekki skila honum, vinsamlegast fáðu krabbamein í eistun.
Viðbót: Lesendur hafa verið að kvarta undan ekki nógu góðri mynd af símanum. Fyrir þá vil ég benda á að hægt er að smella á myndina fyrir stærra einstak.
Síminn er af tegundinni IPhone 5s. Ég átti enga mynd af honum svo hér er hann teiknaður eftir minni:
Ef þú hefur séð hann eða séð einhvern með einhvernveginn svona síma, láttu mig vita í finnurtg@gmail.com eða hringdu í lögregluna.
Ef þú stalst honum þá vinsamlegast skilaðu honum í afgreiðslu World Class Laugum. Ef þú vilt ekki skila honum, vinsamlegast fáðu krabbamein í eistun.
Viðbót: Lesendur hafa verið að kvarta undan ekki nógu góðri mynd af símanum. Fyrir þá vil ég benda á að hægt er að smella á myndina fyrir stærra einstak.
miðvikudagur, 12. mars 2014
Samtal í matvöruverslun
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrr í kvöld fór ég í matvöruverslun og lenti fyrir aftan stúlku sem leit svona út:
Þegar kom að henni á kassanum tók við henni þessi afgreiðslustelpa:
Hún virtist ósátt við eitthvað. Þá tóku við þeirra samskipti.
Afgreiðslustelpan: "Var það eitthvað fleira?"
Viðskiptavinur: "Nei."
A: "Kannastu við ennið á mér?"
V: "Ha? Kannast ég við ennið á þér?"
A: "Já, þú ættir að gera það. Þú lamdir mig í ennið á [framhaldsskóli] ballinu um helgina!"
V: "Ó, varst það þú?"
A: "Já!"
V: "Ah ok. Hvað heitirðu?"
A: "[Nafn]!"
V: "Já ok. Ég var svo full að ég man ekkert."
A: "Já, þú komst af klósetinu og barðir mig!"
V: "Einmitt það já. Heyrðu talaðu við mig á Facebook eða eitthvað."
Ég, hugsandi: "Heimurinn þarf að vita af þessu samtali!"
Og nú gerir hann það.
ATH. Þetta eru ekki ljósmyndir af viðkomandi aðilum heldur túlkun undirritaðs á þeim.
Þegar kom að henni á kassanum tók við henni þessi afgreiðslustelpa:
Hún virtist ósátt við eitthvað. Þá tóku við þeirra samskipti.
Afgreiðslustelpan: "Var það eitthvað fleira?"
Viðskiptavinur: "Nei."
A: "Kannastu við ennið á mér?"
V: "Ha? Kannast ég við ennið á þér?"
A: "Já, þú ættir að gera það. Þú lamdir mig í ennið á [framhaldsskóli] ballinu um helgina!"
V: "Ó, varst það þú?"
A: "Já!"
V: "Ah ok. Hvað heitirðu?"
A: "[Nafn]!"
V: "Já ok. Ég var svo full að ég man ekkert."
A: "Já, þú komst af klósetinu og barðir mig!"
V: "Einmitt það já. Heyrðu talaðu við mig á Facebook eða eitthvað."
Ég, hugsandi: "Heimurinn þarf að vita af þessu samtali!"
Og nú gerir hann það.
ATH. Þetta eru ekki ljósmyndir af viðkomandi aðilum heldur túlkun undirritaðs á þeim.
sunnudagur, 12. janúar 2014
Ljósmyndaannáll 2013
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á síðasta ári var ég óvenju skotglaður á símamyndavélinni minni. Það er því rökrétt að hafa smá ljósmyndaannál, þó myndirnar séu í hræðilegum gæðum.
Flokkað undir
Annáll,
Fjölskylda,
Instagram,
Mynd,
Valería
fimmtudagur, 9. janúar 2014
Veðurannáll 2013
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er oft spurður þriggja spurninga:
1. Hvenær ætlarðu að blogga aftur?
2. Hvenær ætlarðu að skrifa um árið 2013, þar sem ýmislegt fróðlegt gerðist í þínu lífi?
3. Hvenær ætlarðu að hætta að vera svona sjálfhverfur?
af sjálfum mér. Svarið er: núna.
1. Hvenær ætlarðu að blogga aftur?
2. Hvenær ætlarðu að skrifa um árið 2013, þar sem ýmislegt fróðlegt gerðist í þínu lífi?
3. Hvenær ætlarðu að hætta að vera svona sjálfhverfur?
af sjálfum mér. Svarið er: núna.
mánudagur, 14. október 2013
Úti er ævintýri
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi fór ég út að labba í Laugardalnum, mér til heilsubótar en ekki til að versla fíkniefni. Að því loknu fór ég í verslunina Víðir og keypti mér nokkur kíló af ávöxtum. Mér fannst ég vera mjög heilbrigður og reyndi eftir bestu getu að brosa vinalega til annarra viðskiptavina og starfsmanna, en ekki óhugnarlega.
Það tókst ekki betur en svo að fólk leit undan og vildi helst ekkert með mig hafa. Ég skrifaði hjá mér að æfa brosið heima fyrir næstu verslunarferð.
Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði fengið blóðnasir í göngutúrnum og blóðið storknað á efri vörinni, sem útskýrir viðmót allra sem mættu mér. Þá er ekkert annað að gera en að læra af þessari reynslu og hugsa sig tvisvar um áður en farið er út úr húsi hér eftir.
Það tókst ekki betur en svo að fólk leit undan og vildi helst ekkert með mig hafa. Ég skrifaði hjá mér að æfa brosið heima fyrir næstu verslunarferð.
Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði fengið blóðnasir í göngutúrnum og blóðið storknað á efri vörinni, sem útskýrir viðmót allra sem mættu mér. Þá er ekkert annað að gera en að læra af þessari reynslu og hugsa sig tvisvar um áður en farið er út úr húsi hér eftir.
Flokkað undir
Atferli
föstudagur, 11. október 2013
Afsláttur á Dominos pizzum
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Pizzafyrirtækið Dominos er með útibú hérlendis. Á heimasíðu Dominos má sjá allskonar tilboð hjá þeim en hvergi er hægt að sjá raunverulegan afslátt. Ég varð forvitinn og ákvað að reikna hann út á öllum uppgefnum tilboðum.
Hér eru öll grunntilboðin sett saman í töflu:
Smellið á töfluna fyrir stærra eintak.
Tvennutilboðið er erfiðara að reikna út, þar sem tilboðið fer eftir stærð pizzu og fjölda áleggstegunda. Hér er tvennutilboðið í sér töflu:
Ég reiknaði með dýrustu gerðum af áleggjum í öllum tilvikum.
Ekkert grunsamlegt hérna. Mjög góður afsláttur af uppgefnu verði. Þá get ég sofið rótt.
ATH. Ég hef engin tengsl við Dominos önnur en þau að ég panta mér reglulega pizzu þaðan, þar sem ég kann ekki að elda og hef ekki heilabú í að læra það. Ennfremur er ég of latur til að leggja mig fram við að læra það. En nóg um mig.
Hér eru öll grunntilboðin sett saman í töflu:
Smellið á töfluna fyrir stærra eintak.
Tvennutilboðið er erfiðara að reikna út, þar sem tilboðið fer eftir stærð pizzu og fjölda áleggstegunda. Hér er tvennutilboðið í sér töflu:
Ég reiknaði með dýrustu gerðum af áleggjum í öllum tilvikum.
Ekkert grunsamlegt hérna. Mjög góður afsláttur af uppgefnu verði. Þá get ég sofið rótt.
ATH. Ég hef engin tengsl við Dominos önnur en þau að ég panta mér reglulega pizzu þaðan, þar sem ég kann ekki að elda og hef ekki heilabú í að læra það. Ennfremur er ég of latur til að leggja mig fram við að læra það. En nóg um mig.
Flokkað undir
Pæling
miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Ráð viðskiptafræðingsins
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er langt síðan ég hef gefið góð ráð varðandi allt mögulegt, hvort sem það tengist viðskiptum eður ei. En ég er viðskiptafræðingur, eins og, skiljanlega, oft hefur komið fram og því heitir þessi partur bloggsins þessu nafni. Þegiði og hlustið á góð ráð!
1. Bíllinn lyktar of vel.
Stundum lykta bílar of vel. Svo vel að fólk heldur að eigandi hans sé of góður með sig til að láta hann lykta illa. Það er auðvelt að breyta þessu. Að gleyma íþróttatösku með notuðum íþróttafötum í bílnum yfir nótt ætti að setja þig á sama stall og vinir þínir hvað lykt varðar. Ég reyndi þetta í nótt með góðum árangri.
2. Of mikill lífsvilji.
Oft er lífsviljinn of mikill hjá fólki, sem verður þá of hresst og mengar allt af ógeðslegri jákvæðni. Ég vil síður verða þannig, svo ég prófaði fyrir næstum tveimur vikum að hætta að borða nammi. Lífsviljinn snarféll og ég er nánast alltaf í vondu skapi í kjölfarið, öllum til mikillar gleði.
Ath. Aukaverkanir gætu orðið betri líkamleg heilsa, hreinni tennur og batnandi fjárhagsstaða.
3. Þig langar að herma (ens.: simulate) tímabilið 2013-2014 í öllum deildum enska fótboltans, eins oft og þú vilt og með möguleika á að breyta styrkleika og nöfnum liða. Helst í Excelskjali.
Þetta er grunsamlega mikil tilviljun: Um daginn setti ég þannig Excel skjal hér, inn á excel.is.
Notið þessi ráð varlega. Það er ekki allra að lifa lífi viðskiptafræðings.
1. Bíllinn lyktar of vel.
Stundum lykta bílar of vel. Svo vel að fólk heldur að eigandi hans sé of góður með sig til að láta hann lykta illa. Það er auðvelt að breyta þessu. Að gleyma íþróttatösku með notuðum íþróttafötum í bílnum yfir nótt ætti að setja þig á sama stall og vinir þínir hvað lykt varðar. Ég reyndi þetta í nótt með góðum árangri.
2. Of mikill lífsvilji.
Oft er lífsviljinn of mikill hjá fólki, sem verður þá of hresst og mengar allt af ógeðslegri jákvæðni. Ég vil síður verða þannig, svo ég prófaði fyrir næstum tveimur vikum að hætta að borða nammi. Lífsviljinn snarféll og ég er nánast alltaf í vondu skapi í kjölfarið, öllum til mikillar gleði.
Ath. Aukaverkanir gætu orðið betri líkamleg heilsa, hreinni tennur og batnandi fjárhagsstaða.
3. Þig langar að herma (ens.: simulate) tímabilið 2013-2014 í öllum deildum enska fótboltans, eins oft og þú vilt og með möguleika á að breyta styrkleika og nöfnum liða. Helst í Excelskjali.
Þetta er grunsamlega mikil tilviljun: Um daginn setti ég þannig Excel skjal hér, inn á excel.is.
Notið þessi ráð varlega. Það er ekki allra að lifa lífi viðskiptafræðings.
Flokkað undir
Ráð
þriðjudagur, 20. ágúst 2013
Snapchat
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sá grein í Monitor tímariti Moggans nýlega sem bar heitið „Ert þú með Snapchat?“ og velti fyrir mér af hverju ég hafi aldrei verið spurður að þessu í tímaritum eða sjónvarpsfréttum. Svarið liggur í augum uppi og er svo einfalt að ég skil ekki að ég hafi ekki áttað mig á því fyrr: ég veit það ekki.
Allavega, ég hef ákveðið að svara umtalaðri fyrirsögn á þessari vefsíðu í mótmælaskyni.
Ert þú með Snapchat?
Nei.
Allavega, ég hef ákveðið að svara umtalaðri fyrirsögn á þessari vefsíðu í mótmælaskyni.
Ert þú með Snapchat?
Nei.
Flokkað undir
Spurningalisti
mánudagur, 12. ágúst 2013
Mörk mín
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðan hrun Íslands hófst fyrir nokkrum árum hefur ýmislegt verið látið ganga yfir landann. Ég hef þó náð að halda ró minni.
Ég hélt t.d. ró minni yfir hækkandi verðlagi, jafnvel þó ég hafi fengið kauplækkun. Ég var sallarólegur yfir því að geta verið rekinn hvenær sem er vegna erfiðs árferðis fyrirtækja eða einhvers. Ég er meira að segja frekar rólegur yfir því að leiguverð er komið fram úr villtustu fantasíum fégráðugra Íslendinga (sennilega vegna þess að ég er að leigja á mjög sanngjörnu verði, ótrúlegt nokk).
En svo fór ég í mötuneytið og keypti mér tebollu. Svona leit hún út:
Þetta á að vera tebolla með helming hennar hulinn súkkulaði.
Þarna dreg ég mörkin. Ég mæti í næstu mótmæli. Líklega þessi beri að ofan sem er að missa röddina af öskrum.
Ég hélt t.d. ró minni yfir hækkandi verðlagi, jafnvel þó ég hafi fengið kauplækkun. Ég var sallarólegur yfir því að geta verið rekinn hvenær sem er vegna erfiðs árferðis fyrirtækja eða einhvers. Ég er meira að segja frekar rólegur yfir því að leiguverð er komið fram úr villtustu fantasíum fégráðugra Íslendinga (sennilega vegna þess að ég er að leigja á mjög sanngjörnu verði, ótrúlegt nokk).
En svo fór ég í mötuneytið og keypti mér tebollu. Svona leit hún út:
Þetta á að vera tebolla með helming hennar hulinn súkkulaði.
- Hún var í mesta lagi með þriðjung hulinn.
- Súkkulaðið var þunnt og illa setta á hana.
- Undir bollunni var ekkert súkkulaði. Lesið þetta aftur til að átta ykkur betur á stöðunni. Ekkert súkkulaði undir!
Þarna dreg ég mörkin. Ég mæti í næstu mótmæli. Líklega þessi beri að ofan sem er að missa röddina af öskrum.
föstudagur, 9. ágúst 2013
Ég á netinu
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessar vikurnar hef ég haft um mikið að hugsa. Eða lítið. Hvort sem er betri afsökun fyrir fátíðum skrifum hérna.
Ég er þó ekki hættur. Ég lifi góðu lífi á öðrum síðum á netinu og er að vinna í að sameina þessa virkni alla á eina síðu, þessa. En þangað til, þeas ef það gerist einhverntíman, eru hér þær síður sem ég stunda reglulega:
Facebook
Hægt er að velja "follow" á reikningi mínum ef þú vilt fá uppfærslur frá mér, þeas ef þú þekkir mig ekki nægilega persónulega til að vera vinur.
Instagram
Myndasíða úr daglegu lífi mínu, sem er afskaplega óspennandi.
Twitter
Ég nota þetta lítið þessa stundina en stefni á að vera virkari í framtíðinni.
LinkedIN
Þetta er stafræna ferilskráin mín. Ekki mjög spennandi.
Pinterest
Hér pósta ég myndum sem ég finn á netinu og mér finnst mikið til koma. Engin nekt, enda bíð ég ekki syndinni í kaffi.
Spotify
Hér er tónlistin sem ég hlusta á.
Google+
Þetta nota ég ekkert. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.
About Me
Almennt um mig.
Excel.is
Skrif um Excel og aðstoð veitt með Excel tengd vandamál og ástarsorgir.
Við Rætur Hugans
Þetta blogg. Ef þið bætið þessu urli í rss lesara getiði fengið tilkynningu um nýjar færslur um leið og þær eru komnar á netið.
Ég er þó ekki hættur. Ég lifi góðu lífi á öðrum síðum á netinu og er að vinna í að sameina þessa virkni alla á eina síðu, þessa. En þangað til, þeas ef það gerist einhverntíman, eru hér þær síður sem ég stunda reglulega:
Hægt er að velja "follow" á reikningi mínum ef þú vilt fá uppfærslur frá mér, þeas ef þú þekkir mig ekki nægilega persónulega til að vera vinur.
Myndasíða úr daglegu lífi mínu, sem er afskaplega óspennandi.
Ég nota þetta lítið þessa stundina en stefni á að vera virkari í framtíðinni.
Þetta er stafræna ferilskráin mín. Ekki mjög spennandi.
Hér pósta ég myndum sem ég finn á netinu og mér finnst mikið til koma. Engin nekt, enda bíð ég ekki syndinni í kaffi.
Spotify
Hér er tónlistin sem ég hlusta á.
Google+
Þetta nota ég ekkert. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.
About Me
Almennt um mig.
Excel.is
Skrif um Excel og aðstoð veitt með Excel tengd vandamál og ástarsorgir.
Við Rætur Hugans
Þetta blogg. Ef þið bætið þessu urli í rss lesara getiði fengið tilkynningu um nýjar færslur um leið og þær eru komnar á netið.
Flokkað undir
Internetið
þriðjudagur, 23. júlí 2013
Bros
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á sunnudaginn gerði ég mér lítið fyrir og fór út að labba í Laugardalnum, þrátt fyrir að það hafi nánast verið maður við mann túristaástand þar.
Í upphafi göngutúrsins mætti ég stelpu á hjóli sem í fyrstu var alvarleg á svipinn en þegar hún leit til mín brosti hún eyrnanna á milli. Það er ekkert eðlilegt við það, svo ég fór að velta fyrir mér mögulegum ástæðum.
Ég hélt í fyrstu að ég væri með mjólkurskegg (eða kók- og/eða súkkulaðiskegg) og hóf að þrífa mig í framan, án þess að vera með spegil á mér. Þegar því var lokið læddist sá grunur að mér að hárið á mér væri eins og á Charles Manson á slæmum degi.
Þegar ég hafði greitt það með fingrum annarar handar ítrekað, kaldsvitnaði ég því ég var viss um að ég væri með opna buxnaklauf. Það reyndist ekki vera. Þá hélt ég að ég væri með eitthvað óhreint/ósmekklegt á peysunni sem ég var íklæddur. Það reyndist ekki vera.
Ég reyndi að spotta viðbrögð annarra sem ég gekk framhjá og sjá hvert þau horfðu þegar þau mættu mér. Ekkert kom úr þeirri rannsókn, nema að fólk er frekar hrætt við örvæntingarfullar augngotur.
Þegar hingað var komið við sögu var göngutúrnum nánast lokið og ég farinn að örvænta. Ég gekk því nokkuð hratt restina af leiðinni, í bílinn, beint heim og í sturtu áður en ég lagði mig, enn í nagandi óvissu.
Ef þú lest þetta, hjólastelpa: takk fyrir að eyðileggjagöngutúrinn daginn fyrir mér, tillitslausa fíflið þitt.
Í upphafi göngutúrsins mætti ég stelpu á hjóli sem í fyrstu var alvarleg á svipinn en þegar hún leit til mín brosti hún eyrnanna á milli. Það er ekkert eðlilegt við það, svo ég fór að velta fyrir mér mögulegum ástæðum.
Ég hélt í fyrstu að ég væri með mjólkurskegg (eða kók- og/eða súkkulaðiskegg) og hóf að þrífa mig í framan, án þess að vera með spegil á mér. Þegar því var lokið læddist sá grunur að mér að hárið á mér væri eins og á Charles Manson á slæmum degi.
Þegar ég hafði greitt það með fingrum annarar handar ítrekað, kaldsvitnaði ég því ég var viss um að ég væri með opna buxnaklauf. Það reyndist ekki vera. Þá hélt ég að ég væri með eitthvað óhreint/ósmekklegt á peysunni sem ég var íklæddur. Það reyndist ekki vera.
Ég reyndi að spotta viðbrögð annarra sem ég gekk framhjá og sjá hvert þau horfðu þegar þau mættu mér. Ekkert kom úr þeirri rannsókn, nema að fólk er frekar hrætt við örvæntingarfullar augngotur.
Þegar hingað var komið við sögu var göngutúrnum nánast lokið og ég farinn að örvænta. Ég gekk því nokkuð hratt restina af leiðinni, í bílinn, beint heim og í sturtu áður en ég lagði mig, enn í nagandi óvissu.
Ef þú lest þetta, hjólastelpa: takk fyrir að eyðileggja
Flokkað undir
Atferli
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)