sunnudagur, 30. mars 2014

Dressmann verðbólga

Dressmann, sú verslun sem hingað til hefur skaffað mér nærbuxur á góðu verði, hækkaði verðið svo mikið nýlega að ég get ekki með góðri samvisku keypt þær lengur.

Verðið á stökum nærbuxum hækkaði um 11%, sem er svosem ekki hræðilegt. Það sem er hræðilegt er að "kauptu þrjár, borgaðu fyrir tvær" tilboðið er ekki lengur til staðar. Þess í stað er viðskiptavinum boðið að kaupa þrjú pör á "aðeins 4.990 krónur".

Hér er tafla sem sýnir þetta betur:


Þarna sést að verðið á þremur nærbuxum fer úr 3.580 krónum yfir í 4.990 krónur, sem er 39% hækkun. Afslátturinn sem gefinn er af þremur í einu lækkar þannig úr 33% í 16%, um leið og verðið á stökum nærbuxum hækkar um 11%.

Ennfremur hefur allt verðlag í verslununum snarhækkað sýnist mér, en erfitt er að gera samanburð þar sem vörurnar breytast frá ári til árs.

Leitt, því ég hef verslað öll (undir)föt hjá Dressmann í mörg ár. Nú panta ég þau einhversstaðar ódýrara á netinu. Eða læt loks verða af því að gerast strípalingur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.