mánudagur, 12. ágúst 2013

Mörk mín

Síðan hrun Íslands hófst fyrir nokkrum árum hefur ýmislegt verið látið ganga yfir landann. Ég hef þó náð að halda ró minni.

Ég hélt t.d. ró minni yfir hækkandi verðlagi, jafnvel þó ég hafi fengið kauplækkun. Ég var sallarólegur yfir því að geta verið rekinn hvenær sem er vegna erfiðs árferðis fyrirtækja eða einhvers. Ég er meira að segja frekar rólegur yfir því að leiguverð er komið fram úr villtustu fantasíum fégráðugra Íslendinga (sennilega vegna þess að ég er að leigja á mjög sanngjörnu verði, ótrúlegt nokk).

En svo fór ég í mötuneytið og keypti mér tebollu. Svona leit hún út:


Þetta á að vera tebolla með helming hennar hulinn súkkulaði.

  1. Hún var í mesta lagi með þriðjung hulinn.
  2. Súkkulaðið var þunnt og illa setta á hana.
  3. Undir bollunni var ekkert súkkulaði. Lesið þetta aftur til að átta ykkur betur á stöðunni. Ekkert súkkulaði undir!

Þarna dreg ég mörkin. Ég mæti í næstu mótmæli. Líklega þessi beri að ofan sem er að missa röddina af öskrum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.