Fyrr í kvöld fór ég í matvöruverslun og lenti fyrir aftan stúlku sem leit svona út:
Þegar kom að henni á kassanum tók við henni þessi afgreiðslustelpa:
Hún virtist ósátt við eitthvað. Þá tóku við þeirra samskipti.
Afgreiðslustelpan: "Var það eitthvað fleira?"
Viðskiptavinur: "Nei."
A: "Kannastu við ennið á mér?"
V: "Ha? Kannast ég við ennið á þér?"
A: "Já, þú ættir að gera það. Þú lamdir mig í ennið á [framhaldsskóli] ballinu um helgina!"
V: "Ó, varst það þú?"
A: "Já!"
V: "Ah ok. Hvað heitirðu?"
A: "[Nafn]!"
V: "Já ok. Ég var svo full að ég man ekkert."
A: "Já, þú komst af klósetinu og barðir mig!"
V: "Einmitt það já. Heyrðu talaðu við mig á Facebook eða eitthvað."
Ég, hugsandi: "Heimurinn þarf að vita af þessu samtali!"
Og nú gerir hann það.
ATH. Þetta eru ekki ljósmyndir af viðkomandi aðilum heldur túlkun undirritaðs á þeim.
Þú ert svo mikill snillingur.
SvaraEyða