fimmtudagur, 9. janúar 2014

Veðurannáll 2013

Ég er oft spurður þriggja spurninga:

1. Hvenær ætlarðu að blogga aftur?
2. Hvenær ætlarðu að skrifa um árið 2013, þar sem ýmislegt fróðlegt gerðist í þínu lífi?
3. Hvenær ætlarðu að hætta að vera svona sjálfhverfur?

af sjálfum mér. Svarið er: núna.



Ég ætla að blogga, ekki bara um það hvernig árið var hjá mér, heldur hjá öllum íslendingum. Og hvað eiga allir íslendingar sameiginlegt? Veðrið (og áfengissýki)! Ég ætla semsagt að fara yfir veðrið á árinu sem er að líða, borið saman við meðaltal síðustu 10 ára annars vegar og síðustu 50 ára hins vegar.

Gengið er út frá því að sól og hiti sé jákvætt og að rigning, snjór og eymd séu slæmir eiginleikar veðurs.

Smellið á myndirnar fyrir stærri eintök.


Janúar og febrúar voru heitari en vanalega en restin af árinu til skammar. Þá sérstaklega sumarið.


Rakastigið var eh... ég veit ekki. Gott? Pass.


Heilt yfir var úrkoman svipuð og síðustu ár en henni var skipt ansi mismunandi. Þannig var sumarið troðfullt af rigningu á meðan aðrir mánuðir voru þurrir. Október var t.d. nánast alveg laus við rigningu og/eða snjó.


Mars og apríl gáfu fögur fyrirheit um sjóðandi heitt og sólríkt sumar. En allt kom fyrir ekki. Það sást varla til sólar í allt "sumar".


Eins og áður segir voru mars og apríl að gefa í skyn að sumarið kæmi í ár en það gerðist ekki. Sérstaklega ekki í júní.

Þá hefur veðurannáll ársins 2013 verið ritaður. Ég vil gjarnan þakka Veður punktur is fyrir gögnin. Þegar þetta er ritað voru ekki komin inn gögn fyrir desember 2013 en gera má ráð fyrir að hann hafi verið jafn ömurlegur og hinir mánuðir ársins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.