laugardagur, 31. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er til ein þjóð í alheiminum sem lítur upp til Íslendina, einhverra hluta vegna. Ætli ástæðan sé ekki helst sú að við drekkum eins og svín, kvenfólkið okkar er lausgirt og börnin okkar eru þau feitustu í heimi. En allavega, þetta eru Færeyingar. Hvað gera Íslendingar þegar eitthvað land lítur upp til þeirra? Þeir gera auglýsingu þar sem gert er grín að því landi, í þessu tilviki Færeyingum. Þetta gerði einmitt dominos pizzafyrirtækið á dögunum og sýna þetta nú í hverjum auglýsingatíma. Í auglýsingunni er fjölskylda komin til landsins til að heimsækja dominos. Það eina sem á að vera fyndið við auglýsinguna er að þau tala færeysku. Ég er nokkuð viss um að ef Norðmenn eða Danir myndu gera svipaða auglýsingu með aulalega Íslendinga þá yrði allt vitlaust á Íslandi. Ótrúlegt hvað Íslendingar geta verið smekklausir og viðbjóðslegir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ekkert yndislegra en að vakna edrú á laugardegi, algjörlega úthvíldur eftir að hafa vaknað snemma hvern einasta dag síðustu ca 3 vikur. Ég skil ekki lengur í því hvers vegna fólk vill fórna þessari tilfinningu fyrir áfengi sem eyðileggur alla morgna.
Síðan skólar hættu (ca 10-15 dagar síðan) hefur aðsókn á þessa síðu hrunið niður úr 50-60 heimsóknir á dag niður í ca 20-40. Þetta er eiginlega ekkert áhyggjuefni því nú hef ég minna á samviskunni ef ég sleppi færslu.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að skokka í gærkvöldi með slæmum árangri. Ætlaði fyrst í skóginn að taka hring þar en þá var einhver ratleikur þar með fullt af krökkum sem fylltu skóginn. Næst stefndi ég á fótboltavöllinn en þar var víst fótboltaleikur í gangi, sem ég gleymdi að mæta á. Því næst var það að skokka frá Brekkubrún til Þorskhausaverksmiðjunnar og til baka en þar var verið að malbika upp á nýtt. Ég ákveð því að fara bara að skjóta á körfuna í Fellabæ en þá varð hvasst, sem reyndar stoppaði mig ekki. Boðskapur þessarar sögu er að sleppa því að reyna, krakkar mínir.
Síðan skólar hættu (ca 10-15 dagar síðan) hefur aðsókn á þessa síðu hrunið niður úr 50-60 heimsóknir á dag niður í ca 20-40. Þetta er eiginlega ekkert áhyggjuefni því nú hef ég minna á samviskunni ef ég sleppi færslu.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að skokka í gærkvöldi með slæmum árangri. Ætlaði fyrst í skóginn að taka hring þar en þá var einhver ratleikur þar með fullt af krökkum sem fylltu skóginn. Næst stefndi ég á fótboltavöllinn en þar var víst fótboltaleikur í gangi, sem ég gleymdi að mæta á. Því næst var það að skokka frá Brekkubrún til Þorskhausaverksmiðjunnar og til baka en þar var verið að malbika upp á nýtt. Ég ákveð því að fara bara að skjóta á körfuna í Fellabæ en þá varð hvasst, sem reyndar stoppaði mig ekki. Boðskapur þessarar sögu er að sleppa því að reyna, krakkar mínir.
föstudagur, 30. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirtaldir frasar hafa nýlega verið notaðir á google leitarsíðunni til að finna dagbók þessa:
Myndir af Adolf Hitler
kynlífsstellingar
Eurovision nína nótur
íslenska girls nakinn
Myndir af Birgittu Haukdal
og
tussa iceland
Þeir sem notað hafa þessar setningar fyrir ofan og fundið mína síðu hafa allir orðið fyrir vonbrigðum.
Myndir af Adolf Hitler
kynlífsstellingar
Eurovision nína nótur
íslenska girls nakinn
Myndir af Birgittu Haukdal
og
tussa iceland
Þeir sem notað hafa þessar setningar fyrir ofan og fundið mína síðu hafa allir orðið fyrir vonbrigðum.
fimmtudagur, 29. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ýmislegt spennandi að gerast í lífi mínu þessa dagana.
Fyrst ber að nefna að í dag var nánast venjulegur vinnudagur hjá mér en eins og flestir vita er frídagur í dag.
Næst er það gærkvöldið en þá horfði ég á æsispennandi erótíska gamanmynd sem ber nafnið Human Nature og skartar þeim Patricia Arquette, Rhys Ifans (úr Notting Hill) og Tim Robbins í aðalhlutverkum. Þetta er fín saga og ágætir leikarar en myndin er sett svo bjánalega upp og illa unnið úr efninu að það er ómögulegt að skemmta sér yfir henni, fyrir utan þau atriði þar sem Patricia Arquette hleypur um alsnakin. Hún er fönguleg stúlkan. Myndin fær 1 stjörnu fyrir nekt.
Þriðja atriðið er verkefni sem ég er að leggjast í heima við en það tengist nba roster síðunni minni sem ég hýsi á geocities. Ég slæ inn alla NBA körfuboltaleikmenn dagsins í dag í forrit, ýmsar upplýsingar um þá, tölfræði þeirra í ár og samningsupphæðir og þegar því er lokið er svo notast við gagnagrunninn í tölvuleik sem ber nafnið Jumpshot Basketball en þar þjálfar maður NBA lið. Einnig læri ég mikið um bestu körfuknattleiksmenn samtímans með þessu.
Fyrst ber að nefna að í dag var nánast venjulegur vinnudagur hjá mér en eins og flestir vita er frídagur í dag.
Næst er það gærkvöldið en þá horfði ég á æsispennandi erótíska gamanmynd sem ber nafnið Human Nature og skartar þeim Patricia Arquette, Rhys Ifans (úr Notting Hill) og Tim Robbins í aðalhlutverkum. Þetta er fín saga og ágætir leikarar en myndin er sett svo bjánalega upp og illa unnið úr efninu að það er ómögulegt að skemmta sér yfir henni, fyrir utan þau atriði þar sem Patricia Arquette hleypur um alsnakin. Hún er fönguleg stúlkan. Myndin fær 1 stjörnu fyrir nekt.
Þriðja atriðið er verkefni sem ég er að leggjast í heima við en það tengist nba roster síðunni minni sem ég hýsi á geocities. Ég slæ inn alla NBA körfuboltaleikmenn dagsins í dag í forrit, ýmsar upplýsingar um þá, tölfræði þeirra í ár og samningsupphæðir og þegar því er lokið er svo notast við gagnagrunninn í tölvuleik sem ber nafnið Jumpshot Basketball en þar þjálfar maður NBA lið. Einnig læri ég mikið um bestu körfuknattleiksmenn samtímans með þessu.
miðvikudagur, 28. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skemmtileg tilviljun að í dag, eftir að hafa ritað niður bestu og verstu útvarpsmenn landsins, frétti ég að góðkunningi minn og Utah Jazz aðdáandinn Baldur Hans frá Reyðarfirði væri byrjaður með útvarpsþátt á X-inu í Reykjavík á sunnudögum milli 11-15. Ég hef það óhugnarlega sterkt á tilfinningunni að þetta sé aðeins byrjunin fyrir Baldur en hann kann að koma fyrir sig orðinu auk þess sem hann er drepfyndinn. Ef einhver les þetta í Reykjavík skal sá hinn sami hlusta á x-ið alla sunnudaga milli 11 og 15 ellegar hljóta verra af.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér kemur svo listi minn yfir útvarpsmenn landsins þar sem nr 1 er í uppáhaldi og sá neðsti í minnstu uppáhaldi. Ég veit að öllum er sama en þetta er mér hjartans mál. Þeir sem ekki eru á þessum lista hef ég ekki heyrt nóg í til að dæma.
1. Freyr Eyjólfsson - Rás 2. Húmoristi sem spilar alla réttu tónlistina.
2. Óli Palli Gunnarsson - Rás 2. Fróðleiksbrunnur um tónlist og tónlistarmenn. Misgóður.
3. Guðni Már Henningsson - Rás 2. Sallarólegur með góða rödd og svolítið þunga tónlist. Nýungagjarn.
4. Gestur Einar Jónasson - Rás 2. Fínn kall sem spilar mikið af gamalli tónlist.
5. Hver sem er á FM957 - Hresst fólk. Kannski aðeins of. Árni Már er samt góður ;)
6. Hrafnhildur Halldórsdóttir - Rás 2. Fín rödd en spilar bara kerlingatónlist.
7. Hver sem er á Bylgjunni - Ömurleg útvarpsstöð með ömurlegri tónlist og jafnvel verri útvarpsmenn.
1. Freyr Eyjólfsson - Rás 2. Húmoristi sem spilar alla réttu tónlistina.
2. Óli Palli Gunnarsson - Rás 2. Fróðleiksbrunnur um tónlist og tónlistarmenn. Misgóður.
3. Guðni Már Henningsson - Rás 2. Sallarólegur með góða rödd og svolítið þunga tónlist. Nýungagjarn.
4. Gestur Einar Jónasson - Rás 2. Fínn kall sem spilar mikið af gamalli tónlist.
5. Hver sem er á FM957 - Hresst fólk. Kannski aðeins of. Árni Már er samt góður ;)
6. Hrafnhildur Halldórsdóttir - Rás 2. Fín rödd en spilar bara kerlingatónlist.
7. Hver sem er á Bylgjunni - Ömurleg útvarpsstöð með ömurlegri tónlist og jafnvel verri útvarpsmenn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag hef ég verið valinn þreyttasti maður alheimsins. Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði kl 7:58 eða 8 mínútum seinna en venjulega þannig að ég náði ekki inn fyrir kl 8. Ég var steinsofandi á leið í vinnuna, með slökkt ljósin. Fattaði í bílnum að ég var í öfugri peysu og gleymdi gemsanum heima. Hlakka til að klára þennan dag, ef hann klárast einhverntíman.
þriðjudagur, 27. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég snéri aftur til unaðsemda unglingavinnunnar eftir vinnu í gær, tók mig til og sló garðinn hérna á skattstofunni og er hann býsna stór. Þetta tók mig næstum 2 tíma. Eftir það var ég svo úrvinda að ég fór í sturtubað, tróð inn myndum á netið og lagðist svo í þægindastólinn minn og horfði á The Wedding Singer sem ég á á spólu áður en ég fór að sofa. Ég mæli með þeirri mynd, hef líka séð hana nokkrum sinnum. Tónlistin er góð, persónurnar skemmtilegar og söguþráðurinn fallegur. Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, Drew Barrymore er flott í henni, aldrei þessu vant og Adam Sandler er fyndinn í henni enda skrifaði hann ekki handritið.
mánudagur, 26. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Rétt í þessu var að ég bæta við 28 myndum á myndasíðuna ófrægu frá Eurovision/útskriftarpartíinu sem fram fór um helgina. Smellið hér til að sjá þær og leyfið myndunum að hlaðast (gæti tekið nokkrar mínútur) áður en þið skrifið ummæli fyrir neðan hverja mynd.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er Björgvin lagður af stað til Reykjavíkur og þaðan út til heitu landanna í útskriftarferð. Til hamingju með það, Björgvin. Þetta er í þriðja sinn á einni viku sem ég óska Björgvini til hamingju með eitthvað. Fyrst með útskrift, því næst fyrir nýja ljóðabók og nú þetta. Ég var að fá það staðfest hjá hagstofunni að þetta er Íslandsmet í hamingjuóskum, miðað við höfðatölu mína.
sunnudagur, 25. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það kom líka skemmtilega á óvart að sjá Hörpu Bandaríkjafara í hörkustuði á útskriftinni. Hún yfirgefur þó graftarbólu jarðarinnar (Ísland) 7. júní næstkomandi mörgum, ef ekki öllum, til mikillar sorgar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eurovision og útskrift að baki og frá ýmislegu að segja. Útskriftin var haldin að þessu sinni í íþróttahúsinu og gekk hún vel. Björgvin fékk viðurkenningu fyrir glæsilega baráttu sína fyrir skákíþróttinni og fyrir að vekja athygli á ljóðlistinni. Eftir þessa samankomu var farið í Menntaskólann og kökur étnar. Því næst í Fellabæinn en þar hafði mamma smá samankomu sem heppnaðist vel. Upp úr klukkan ca 6:30 fórum við Björgvin svo í bústað til að horfa á Eurovision en þangað átti að mæta lokaður hópur vina og kunningja ásamt nokkrum tonnum af áfengi. Í bústaðinn mættu of margir, ýmsu var hellt niður og myndir teknar eins og venjulega. Ég mun birta þær síðar í vikunni. Eurovision gekk vel fyrir Íslendinga og var smá veðmál í gangi í bústaðnum um það í hvaða sæti Ísland myndi verða. Björgvin sigraði það örugglega, spáði 9. sæti sem var næst en Ísland lenti í 8.-9. sæti. Var að ljúka við að framkalla myndirnar og þær eru frekar slappar. Nokkrar eru þó nothæfar.
Fyrir einhverja einskæra heppni náði ég á ball (Þakka þér kærlega, Jón), en þangað hefði ég betur ekki farið. Ég eyddi, eins og venjulega, of miklum peningi og gerði mig sennilega að fífli. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust spiluðu og var hún mjög góð, tóku m.a. Luftgítar og sló í gegn held ég örugglega. Ég var meira að segja svo heppinn að fá eiginhandaáritun frá engum öðrum en Óla Rúnari, gítarleika og athafnamanni. Einhversstaðar í nóttinni tók ég mér samt pásu á dansiballinu og fór á Kaffi Níelsen með Garðari. Þar fengum við okkur súkkulaðitertusneið með ískaldri nýmjólk. Ég veit ekki af hverju en það hljómaði eins og snilldarhugmynd á þeim tíma. Piltungur nokkur spjallaði við mig á ballinu og sagðist lesa síðuna mína og lofaði ég honum í staðinn að nefna hann hérna. Það er mér heiður að nefna þig hérmeð. Takk fyrir að lesa, Ívar.
Í dag hef ég verið að berjast við að koma áfenginu úr líkamanum með öllum tiltækum ráðum ásamt því að þrífa bústað. Takk fyrir hjálpina Helgi og Björgvin. Ég stóð þá ekki einn á bakvið þetta teit eftir allt saman. Það hefðu líka fleiri mátt greiða í púkkið sem var fyrir þennan samastað en ég tek tapið á mig eins og við er að búast. Ólíklegt að þessi leikur verði nokkurntíman endurtekinn, ekki af minni hálfu allavega.
Fyrir einhverja einskæra heppni náði ég á ball (Þakka þér kærlega, Jón), en þangað hefði ég betur ekki farið. Ég eyddi, eins og venjulega, of miklum peningi og gerði mig sennilega að fífli. Hljómsveitin Tvö dónaleg haust spiluðu og var hún mjög góð, tóku m.a. Luftgítar og sló í gegn held ég örugglega. Ég var meira að segja svo heppinn að fá eiginhandaáritun frá engum öðrum en Óla Rúnari, gítarleika og athafnamanni. Einhversstaðar í nóttinni tók ég mér samt pásu á dansiballinu og fór á Kaffi Níelsen með Garðari. Þar fengum við okkur súkkulaðitertusneið með ískaldri nýmjólk. Ég veit ekki af hverju en það hljómaði eins og snilldarhugmynd á þeim tíma. Piltungur nokkur spjallaði við mig á ballinu og sagðist lesa síðuna mína og lofaði ég honum í staðinn að nefna hann hérna. Það er mér heiður að nefna þig hérmeð. Takk fyrir að lesa, Ívar.
Í dag hef ég verið að berjast við að koma áfenginu úr líkamanum með öllum tiltækum ráðum ásamt því að þrífa bústað. Takk fyrir hjálpina Helgi og Björgvin. Ég stóð þá ekki einn á bakvið þetta teit eftir allt saman. Það hefðu líka fleiri mátt greiða í púkkið sem var fyrir þennan samastað en ég tek tapið á mig eins og við er að búast. Ólíklegt að þessi leikur verði nokkurntíman endurtekinn, ekki af minni hálfu allavega.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)