Það er ekkert yndislegra en að vakna edrú á laugardegi, algjörlega úthvíldur eftir að hafa vaknað snemma hvern einasta dag síðustu ca 3 vikur. Ég skil ekki lengur í því hvers vegna fólk vill fórna þessari tilfinningu fyrir áfengi sem eyðileggur alla morgna.
Síðan skólar hættu (ca 10-15 dagar síðan) hefur aðsókn á þessa síðu hrunið niður úr 50-60 heimsóknir á dag niður í ca 20-40. Þetta er eiginlega ekkert áhyggjuefni því nú hef ég minna á samviskunni ef ég sleppi færslu.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að skokka í gærkvöldi með slæmum árangri. Ætlaði fyrst í skóginn að taka hring þar en þá var einhver ratleikur þar með fullt af krökkum sem fylltu skóginn. Næst stefndi ég á fótboltavöllinn en þar var víst fótboltaleikur í gangi, sem ég gleymdi að mæta á. Því næst var það að skokka frá Brekkubrún til Þorskhausaverksmiðjunnar og til baka en þar var verið að malbika upp á nýtt. Ég ákveð því að fara bara að skjóta á körfuna í Fellabæ en þá varð hvasst, sem reyndar stoppaði mig ekki. Boðskapur þessarar sögu er að sleppa því að reyna, krakkar mínir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.