þriðjudagur, 27. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég snéri aftur til unaðsemda unglingavinnunnar eftir vinnu í gær, tók mig til og sló garðinn hérna á skattstofunni og er hann býsna stór. Þetta tók mig næstum 2 tíma. Eftir það var ég svo úrvinda að ég fór í sturtubað, tróð inn myndum á netið og lagðist svo í þægindastólinn minn og horfði á The Wedding Singer sem ég á á spólu áður en ég fór að sofa. Ég mæli með þeirri mynd, hef líka séð hana nokkrum sinnum. Tónlistin er góð, persónurnar skemmtilegar og söguþráðurinn fallegur. Hvað er hægt að biðja um meira? Jú, Drew Barrymore er flott í henni, aldrei þessu vant og Adam Sandler er fyndinn í henni enda skrifaði hann ekki handritið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.