fimmtudagur, 29. maí 2003

Það er ýmislegt spennandi að gerast í lífi mínu þessa dagana.
Fyrst ber að nefna að í dag var nánast venjulegur vinnudagur hjá mér en eins og flestir vita er frídagur í dag.
Næst er það gærkvöldið en þá horfði ég á æsispennandi erótíska gamanmynd sem ber nafnið Human Nature og skartar þeim Patricia Arquette, Rhys Ifans (úr Notting Hill) og Tim Robbins í aðalhlutverkum. Þetta er fín saga og ágætir leikarar en myndin er sett svo bjánalega upp og illa unnið úr efninu að það er ómögulegt að skemmta sér yfir henni, fyrir utan þau atriði þar sem Patricia Arquette hleypur um alsnakin. Hún er fönguleg stúlkan. Myndin fær 1 stjörnu fyrir nekt.
Þriðja atriðið er verkefni sem ég er að leggjast í heima við en það tengist nba roster síðunni minni sem ég hýsi á geocities. Ég slæ inn alla NBA körfuboltaleikmenn dagsins í dag í forrit, ýmsar upplýsingar um þá, tölfræði þeirra í ár og samningsupphæðir og þegar því er lokið er svo notast við gagnagrunninn í tölvuleik sem ber nafnið Jumpshot Basketball en þar þjálfar maður NBA lið. Einnig læri ég mikið um bestu körfuknattleiksmenn samtímans með þessu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.