laugardagur, 31. maí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er til ein þjóð í alheiminum sem lítur upp til Íslendina, einhverra hluta vegna. Ætli ástæðan sé ekki helst sú að við drekkum eins og svín, kvenfólkið okkar er lausgirt og börnin okkar eru þau feitustu í heimi. En allavega, þetta eru Færeyingar. Hvað gera Íslendingar þegar eitthvað land lítur upp til þeirra? Þeir gera auglýsingu þar sem gert er grín að því landi, í þessu tilviki Færeyingum. Þetta gerði einmitt dominos pizzafyrirtækið á dögunum og sýna þetta nú í hverjum auglýsingatíma. Í auglýsingunni er fjölskylda komin til landsins til að heimsækja dominos. Það eina sem á að vera fyndið við auglýsinguna er að þau tala færeysku. Ég er nokkuð viss um að ef Norðmenn eða Danir myndu gera svipaða auglýsingu með aulalega Íslendinga þá yrði allt vitlaust á Íslandi. Ótrúlegt hvað Íslendingar geta verið smekklausir og viðbjóðslegir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.