Þessar vikurnar hef ég haft um mikið að hugsa. Eða lítið. Hvort sem er betri afsökun fyrir fátíðum skrifum hérna.
Ég er þó ekki hættur. Ég lifi góðu lífi á öðrum síðum á netinu og er að vinna í að sameina þessa virkni alla á eina síðu, þessa. En þangað til, þeas ef það gerist einhverntíman, eru hér þær síður sem ég stunda reglulega:
Facebook
Hægt er að velja "follow" á reikningi mínum ef þú vilt fá uppfærslur frá mér, þeas ef þú þekkir mig ekki nægilega persónulega til að vera vinur.
Instagram
Myndasíða úr daglegu lífi mínu, sem er afskaplega óspennandi.
Twitter
Ég nota þetta lítið þessa stundina en stefni á að vera virkari í framtíðinni.
LinkedIN
Þetta er stafræna ferilskráin mín. Ekki mjög spennandi.
Pinterest
Hér pósta ég myndum sem ég finn á netinu og mér finnst mikið til koma. Engin nekt, enda bíð ég ekki syndinni í kaffi.
Spotify
Hér er tónlistin sem ég hlusta á.
Google+
Þetta nota ég ekkert. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.
About Me
Almennt um mig.
Excel.is
Skrif um Excel og aðstoð veitt með Excel tengd vandamál og ástarsorgir.
Við Rætur Hugans
Þetta blogg. Ef þið bætið þessu urli í rss lesara getiði fengið tilkynningu um nýjar færslur um leið og þær eru komnar á netið.
föstudagur, 9. ágúst 2013
þriðjudagur, 23. júlí 2013
Bros
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á sunnudaginn gerði ég mér lítið fyrir og fór út að labba í Laugardalnum, þrátt fyrir að það hafi nánast verið maður við mann túristaástand þar.
Í upphafi göngutúrsins mætti ég stelpu á hjóli sem í fyrstu var alvarleg á svipinn en þegar hún leit til mín brosti hún eyrnanna á milli. Það er ekkert eðlilegt við það, svo ég fór að velta fyrir mér mögulegum ástæðum.
Ég hélt í fyrstu að ég væri með mjólkurskegg (eða kók- og/eða súkkulaðiskegg) og hóf að þrífa mig í framan, án þess að vera með spegil á mér. Þegar því var lokið læddist sá grunur að mér að hárið á mér væri eins og á Charles Manson á slæmum degi.
Þegar ég hafði greitt það með fingrum annarar handar ítrekað, kaldsvitnaði ég því ég var viss um að ég væri með opna buxnaklauf. Það reyndist ekki vera. Þá hélt ég að ég væri með eitthvað óhreint/ósmekklegt á peysunni sem ég var íklæddur. Það reyndist ekki vera.
Ég reyndi að spotta viðbrögð annarra sem ég gekk framhjá og sjá hvert þau horfðu þegar þau mættu mér. Ekkert kom úr þeirri rannsókn, nema að fólk er frekar hrætt við örvæntingarfullar augngotur.
Þegar hingað var komið við sögu var göngutúrnum nánast lokið og ég farinn að örvænta. Ég gekk því nokkuð hratt restina af leiðinni, í bílinn, beint heim og í sturtu áður en ég lagði mig, enn í nagandi óvissu.
Ef þú lest þetta, hjólastelpa: takk fyrir að eyðileggjagöngutúrinn daginn fyrir mér, tillitslausa fíflið þitt.
Í upphafi göngutúrsins mætti ég stelpu á hjóli sem í fyrstu var alvarleg á svipinn en þegar hún leit til mín brosti hún eyrnanna á milli. Það er ekkert eðlilegt við það, svo ég fór að velta fyrir mér mögulegum ástæðum.
Ég hélt í fyrstu að ég væri með mjólkurskegg (eða kók- og/eða súkkulaðiskegg) og hóf að þrífa mig í framan, án þess að vera með spegil á mér. Þegar því var lokið læddist sá grunur að mér að hárið á mér væri eins og á Charles Manson á slæmum degi.
Þegar ég hafði greitt það með fingrum annarar handar ítrekað, kaldsvitnaði ég því ég var viss um að ég væri með opna buxnaklauf. Það reyndist ekki vera. Þá hélt ég að ég væri með eitthvað óhreint/ósmekklegt á peysunni sem ég var íklæddur. Það reyndist ekki vera.
Ég reyndi að spotta viðbrögð annarra sem ég gekk framhjá og sjá hvert þau horfðu þegar þau mættu mér. Ekkert kom úr þeirri rannsókn, nema að fólk er frekar hrætt við örvæntingarfullar augngotur.
Þegar hingað var komið við sögu var göngutúrnum nánast lokið og ég farinn að örvænta. Ég gekk því nokkuð hratt restina af leiðinni, í bílinn, beint heim og í sturtu áður en ég lagði mig, enn í nagandi óvissu.
Ef þú lest þetta, hjólastelpa: takk fyrir að eyðileggja
Flokkað undir
Atferli
mánudagur, 15. júlí 2013
Góður sunnudagur
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir að hafa horft á þetta myndbrot rétt eftir að ég vaknaði í gær, stökk ég á fætur og hélt því fram að dagurinn yrði góður.
Ég stökk af stað í innkaupaferð. Fyrsta stopp var Kostur, sem sérhæfir sig í amerískum vörum, þar sem ég ætlaði að kaupa mér mjólk en endaði á að kaupa mér eitt og hálft kíló af súkkulaði.
Ég lét ekki óheppilega byrjun hafa áhrif á áætlun mína heldur fór næst í Sports Direct íþróttavöruverslunina og keypti mér íþróttatreyju. Við kassann sagðist ég hafa góða tilfinningu fyrir þessum viðskiptum og afþakkaði því kvittunina.
Aldrei hef ég haft jafn rangt fyrir mér, því við að ganga út fór þjófavarnarkerfið af stað. Þar sem ég hafði ekki kvittunina var ég vinsamlegast beðinn um að fylgja öryggisverði að afgreiðslunni, þar sem afgreiðslustúlkan baðst afsökunnar á að hafa gleymt að fjarlægja þjófavörnina. Ég hló og sagði ekkert mál, um leið og ég þurrkaði svitastrauminn af enninu.
Þegar út í bíl var komið brotnaði ég svo saman og fór heim að borða súkkulaði. Óvenju góður sunnudagur.
Ég stökk af stað í innkaupaferð. Fyrsta stopp var Kostur, sem sérhæfir sig í amerískum vörum, þar sem ég ætlaði að kaupa mér mjólk en endaði á að kaupa mér eitt og hálft kíló af súkkulaði.
Ég lét ekki óheppilega byrjun hafa áhrif á áætlun mína heldur fór næst í Sports Direct íþróttavöruverslunina og keypti mér íþróttatreyju. Við kassann sagðist ég hafa góða tilfinningu fyrir þessum viðskiptum og afþakkaði því kvittunina.
Aldrei hef ég haft jafn rangt fyrir mér, því við að ganga út fór þjófavarnarkerfið af stað. Þar sem ég hafði ekki kvittunina var ég vinsamlegast beðinn um að fylgja öryggisverði að afgreiðslunni, þar sem afgreiðslustúlkan baðst afsökunnar á að hafa gleymt að fjarlægja þjófavörnina. Ég hló og sagði ekkert mál, um leið og ég þurrkaði svitastrauminn af enninu.
Þegar út í bíl var komið brotnaði ég svo saman og fór heim að borða súkkulaði. Óvenju góður sunnudagur.
föstudagur, 12. júlí 2013
Monitor viðtal
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég bý einn og tala oft við sjálfan mig, þó ég sé frekar leiðinlegur. Af hverju ætti ég þá ekki að mega viðtala sjálfan mig?
Í Monitor blaði Morgunblaðsins er iðulega viðtal við einhvern í miðju blaðsins. En aldrei við mig. Ég ætla samt að svara þessum spurningum.
Finnur Torfi á 30 sekúndum
Fyrstu sex
280778
Það sem fékk mig helst til að nenna fram úr rúminu í morgun
Ég þurfti að mæta á fund kl 9:00. Og ég þurfti að pissa.
Það sem veldur mér helst hugarangri þessa stundina
Ég þarf að pissa.
Það fyndnasta sem ég hef séð á netinu
Það er síbreytilegt. Líklega eitthvað sem ég hef heyrt. Þá sennilega smásagan IBrain eftir Brett Gelman.
Æskuátrúnaðargoðið
Skeletor.
KVIKMYNDIR
Myndin sem ég get horft á aftur og aftur
Seven, Memento, Matrix og Contact.
Myndin sem ég væli yfir
Ég get ekki grátið. Ekki opinberlega amk.
Myndin sem ég grenja úr hlátri yfir
Ég hef einu sinni hlegið allan tímann yfir mynd og það var fyrsta myndin af Austin Powers fyrir ca 15 árum síðan.
Uppáhaldsmyndin mín í æsku
The Never Ending Story, þó ég hafi bara séð hana einu sinni og skildi varla neitt í henni.
Versta mynd sem ég hef séð
Greenberg. Því minna sem ég segi um þann viðbjóð, því betra.
TÓNLIST
Lagið í uppáhaldi þessa stundina
Silent Shout með The Knife og Miss it so much með Röyksopp.
Lagið sem kemur mér alltaf í gott skap
Det snurrar i min skalle með Familjen. Sérstaklega myndbandið.
Lagið sem ég fíla í laumi
Þau eru mörg. M.a. Lights með Ellie Goulding.
Lagið sem ég syng í karókí
Ég myndi frekar éta á mér andlitið en að syngja fyrir framan aðra. En ef ég væri ekki félagslega vanskapaður þá myndi ég líklega velja Get off með Dandy Warhols.
Nostalgíulagið
Veridis Quo með Daft Punk.
ANNAÐ
Uppáhaldsmatur
Soðin ýsa með rúgbrauði og feiti.
Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka mig á
Cheerios.
Versti matur sem ég hef smakkað
Íslenskur þorramatur. Og rækjur.
Líkamsræktin mín
Ræktin 4-5 sinnum í viku. Karfa 1-2 sinnum í viku.Ofbeldisfullt sjálfshatur 7 sinnum í viku.
Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum mínum
Skoraði hvorki fleiri né færri en 14 stig tvisvar með Álftanesi og náði hátt í 7-8 fráköstum í leiðinni. Og svo auðvitað annað sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði þegar ég var ca 12 ára.
Í Monitor blaði Morgunblaðsins er iðulega viðtal við einhvern í miðju blaðsins. En aldrei við mig. Ég ætla samt að svara þessum spurningum.
Finnur Torfi á 30 sekúndum
Fyrstu sex
280778
Það sem fékk mig helst til að nenna fram úr rúminu í morgun
Ég þurfti að mæta á fund kl 9:00. Og ég þurfti að pissa.
Það sem veldur mér helst hugarangri þessa stundina
Ég þarf að pissa.
Það fyndnasta sem ég hef séð á netinu
Það er síbreytilegt. Líklega eitthvað sem ég hef heyrt. Þá sennilega smásagan IBrain eftir Brett Gelman.
Æskuátrúnaðargoðið
Skeletor.
KVIKMYNDIR
Myndin sem ég get horft á aftur og aftur
Seven, Memento, Matrix og Contact.
Myndin sem ég væli yfir
Ég get ekki grátið. Ekki opinberlega amk.
Myndin sem ég grenja úr hlátri yfir
Ég hef einu sinni hlegið allan tímann yfir mynd og það var fyrsta myndin af Austin Powers fyrir ca 15 árum síðan.
Uppáhaldsmyndin mín í æsku
The Never Ending Story, þó ég hafi bara séð hana einu sinni og skildi varla neitt í henni.
Versta mynd sem ég hef séð
Greenberg. Því minna sem ég segi um þann viðbjóð, því betra.
TÓNLIST
Lagið í uppáhaldi þessa stundina
Silent Shout með The Knife og Miss it so much með Röyksopp.
Lagið sem kemur mér alltaf í gott skap
Det snurrar i min skalle með Familjen. Sérstaklega myndbandið.
Lagið sem ég fíla í laumi
Þau eru mörg. M.a. Lights með Ellie Goulding.
Lagið sem ég syng í karókí
Ég myndi frekar éta á mér andlitið en að syngja fyrir framan aðra. En ef ég væri ekki félagslega vanskapaður þá myndi ég líklega velja Get off með Dandy Warhols.
Nostalgíulagið
Veridis Quo með Daft Punk.
ANNAÐ
Uppáhaldsmatur
Soðin ýsa með rúgbrauði og feiti.
Maturinn sem ég fæ mér þegar ég ætla að taka mig á
Cheerios.
Versti matur sem ég hef smakkað
Íslenskur þorramatur. Og rækjur.
Líkamsræktin mín
Ræktin 4-5 sinnum í viku. Karfa 1-2 sinnum í viku.
Stoltasta augnablikið á íþróttaferlinum mínum
Skoraði hvorki fleiri né færri en 14 stig tvisvar með Álftanesi og náði hátt í 7-8 fráköstum í leiðinni. Og svo auðvitað annað sæti í bringusundi í mínum riðli á fámennu sundmóti í Bjarnarfirði þegar ég var ca 12 ára.
Flokkað undir
Spurningalisti,
Tónlist
fimmtudagur, 11. júlí 2013
Ræktarmisskilningur
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er áríðandi tilkynning til þeirra sem sáu til mín í ræktinni í kvöld:
Ég er með MP3 spilara sem er bundinn í reimina á stuttbuxunum mínum, þar sem ég hef engan annan stað til að geyma hann á. Spilarinn er svo tengdur við heyrnartól sem fara undir hlaupapeysu sem ég er yfirleitt í og í eyrun á mér. Þetta veldur því að spilarinn hangir fyrir ofan klofið á mér alla jafna, innan á stuttbuxunum mínum.
Í kvöld þegar heyrnartólin duttu úr sambandi við spilarann í miðri teygjuæfingu, akkúrat þegar nokkrar hressar ungar stelpur komu að teygja við hliðina á mér, var ég að reyna að tengja spilarann við heyrnartólin blint í gegnum stuttbuxurnar með báðum höndum á meðan ég starði blint út í loftið.
Það var ekki fyrr en ég tók eftir að stelpurnar voru í þessu lofti sem ég var að horfa á, og að þær voru fullar af viðbjóði, að ég áttaði mig á hversu óviðeigandi þessi aðgerð var.
Ég vil því koma því áleiðis að ég er ekki viðbjóður. Eða amk ekki svona mikill viðbjóður.
Ég er með MP3 spilara sem er bundinn í reimina á stuttbuxunum mínum, þar sem ég hef engan annan stað til að geyma hann á. Spilarinn er svo tengdur við heyrnartól sem fara undir hlaupapeysu sem ég er yfirleitt í og í eyrun á mér. Þetta veldur því að spilarinn hangir fyrir ofan klofið á mér alla jafna, innan á stuttbuxunum mínum.
Í kvöld þegar heyrnartólin duttu úr sambandi við spilarann í miðri teygjuæfingu, akkúrat þegar nokkrar hressar ungar stelpur komu að teygja við hliðina á mér, var ég að reyna að tengja spilarann við heyrnartólin blint í gegnum stuttbuxurnar með báðum höndum á meðan ég starði blint út í loftið.
Það var ekki fyrr en ég tók eftir að stelpurnar voru í þessu lofti sem ég var að horfa á, og að þær voru fullar af viðbjóði, að ég áttaði mig á hversu óviðeigandi þessi aðgerð var.
Ég vil því koma því áleiðis að ég er ekki viðbjóður. Eða amk ekki svona mikill viðbjóður.
þriðjudagur, 18. júní 2013
Minni
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Skammtímaminni mitt er afskaplega lélegt. Svo lélegt er það að það er næstum verra en langtímaminnið.
Hér eru tvö dæmi, sem bæði gerðust í gær, sunnudag. Það getur verið að mig sé að misminna, svo þið afsakið ef þetta stemmir ekki á einhvern hátt.
Útilæsing
Ég var á leiðinni úr íbúðinni sem ég leigi og hugsaði að ég yrði að muna eftir lyklunum tveimur sem ganga að íbúðinni annars vegar og að blokkinni hinsvegar. Í þeim hugsuðu orðum lokaði ég hurðinni og var læstur úti.
Ég huggaði mig við að ég ætti aukalykil einhversstaðar í bílnum, svo ég þurfti bara að loka ekki hurðinni að blokkinni á meðan ég sótti hann. Um leið og ég hafði sleppt þeirri hugsun lokaði ég hurðinni að blokkinni á eftir mér.
Sem betur fer hafði ég líka gleymt því að ég er með aukalykla að bæði blokkinni og íbúðinni í bílnum, svo ég þurfti ekki að selja mig fyrir mat og gistingu þá nóttina.
Kort
Þaðan fór ég í verslun að kaupa mérhollan mat nammi. Þegar ég kom að kassanum og afgreiðslumaðurinn hafði rennt vörunum í gegn, rétti ég honum greiðslukortið eins og ekkert væri. Hann þakkaði fyrir og sagði „það verða 17.500 krónur“.
Þá tók ég upp veskið og sá mér til hryllings að ég var ekki með kortið, andvarpaði og var í þann mund að segjast ekki vera með kortið þegar mér var litið á hann, gapandi yfir hræðilegu skammtímaminni mínu og bendandi mér á að ég hafði rétt honum kortið fyrir þremur sekúndum.
Svo þarf ég líka að muna að skrifa oftar færslur á þessa síðu.
Hér eru tvö dæmi, sem bæði gerðust í gær, sunnudag. Það getur verið að mig sé að misminna, svo þið afsakið ef þetta stemmir ekki á einhvern hátt.
Útilæsing
Ég var á leiðinni úr íbúðinni sem ég leigi og hugsaði að ég yrði að muna eftir lyklunum tveimur sem ganga að íbúðinni annars vegar og að blokkinni hinsvegar. Í þeim hugsuðu orðum lokaði ég hurðinni og var læstur úti.
Ég huggaði mig við að ég ætti aukalykil einhversstaðar í bílnum, svo ég þurfti bara að loka ekki hurðinni að blokkinni á meðan ég sótti hann. Um leið og ég hafði sleppt þeirri hugsun lokaði ég hurðinni að blokkinni á eftir mér.
Sem betur fer hafði ég líka gleymt því að ég er með aukalykla að bæði blokkinni og íbúðinni í bílnum, svo ég þurfti ekki að selja mig fyrir mat og gistingu þá nóttina.
Kort
Þaðan fór ég í verslun að kaupa mér
Þá tók ég upp veskið og sá mér til hryllings að ég var ekki með kortið, andvarpaði og var í þann mund að segjast ekki vera með kortið þegar mér var litið á hann, gapandi yfir hræðilegu skammtímaminni mínu og bendandi mér á að ég hafði rétt honum kortið fyrir þremur sekúndum.
Svo þarf ég líka að muna að skrifa oftar færslur á þessa síðu.
Flokkað undir
Atferli
fimmtudagur, 6. júní 2013
Sjálfsáttanir
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag lærði ég þrjár mjög mikilvægar staðreyndir um sjálfan mig. Staðreyndir sem munu sennilega gjörbreyta öllu, fyrir alla. Eða engu fyrir alla. Eða öllu fyrir enga. Amk ekki engu fyrir enga.
1. „Rólegur“
Þegar mér er sagt að vera rólegur eða að róa mig verð ég brjálaður í skapinu, sérstaklega ef ég er rólegur fyrir. Þetta kom upp í dag, þegar ég spurði afskaplega eðlilegrar spurningar og fékk til baka „róaðu þig“. Ég var í vondu skapi það sem eftir lifði dags.
2. Hnetubragð
Ég elska hnetur. Ekki bara áferðina og hollustuna heldur einkum og sér í lagi bragðið. En þegar matur er með hnetubragði finnst mér ekkert ógeðslegra. Þetta lærði ég í dag þegar ég fékk mér frómas sem reyndist vera með hnetubragði. Þvílíkur viðbjóður.
3. Uppáhaldsmatur
Ef marka má innihaldslýsingar þess sem mér finnst best að borða, má draga þá ályktun að uppáhaldsmatur minn sé, að meðaltali, rotvarnarefni.
Ef einhver veit hvar ég get fengið rotvarnarefni í kílóavís og (helst á sama stað) matreiðslubók fyrir rotvarnarefnisrétti (helst í örbylgjuofni), þá vinsamlegast látið mig vita með því að öskra á mig ef þið sjáið mig á gangi.
1. „Rólegur“
Þegar mér er sagt að vera rólegur eða að róa mig verð ég brjálaður í skapinu, sérstaklega ef ég er rólegur fyrir. Þetta kom upp í dag, þegar ég spurði afskaplega eðlilegrar spurningar og fékk til baka „róaðu þig“. Ég var í vondu skapi það sem eftir lifði dags.
2. Hnetubragð
Ég elska hnetur. Ekki bara áferðina og hollustuna heldur einkum og sér í lagi bragðið. En þegar matur er með hnetubragði finnst mér ekkert ógeðslegra. Þetta lærði ég í dag þegar ég fékk mér frómas sem reyndist vera með hnetubragði. Þvílíkur viðbjóður.
3. Uppáhaldsmatur
Ef marka má innihaldslýsingar þess sem mér finnst best að borða, má draga þá ályktun að uppáhaldsmatur minn sé, að meðaltali, rotvarnarefni.
Ef einhver veit hvar ég get fengið rotvarnarefni í kílóavís og (helst á sama stað) matreiðslubók fyrir rotvarnarefnisrétti (helst í örbylgjuofni), þá vinsamlegast látið mig vita með því að öskra á mig ef þið sjáið mig á gangi.
Flokkað undir
Atferli
mánudagur, 27. maí 2013
Undarlegir atburðir
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkrir óútskýranlegir hlutir sem ég hef upplifað síðustu rúmu vikuna:
SMS sending
Á laugardaginn síðasta læsti ég símanum og setti í vasann áður en ég hóf för mína á Álftanes, þar sem ég spila körfubolta. Þegar þangað var komið hafði eftirfarandi gerst í vasanum á buxunum mínum:
Ég hef orðið fyrir vasahringingum, þar sem fólk hringir í mig óvart með því að reka sig í takka í buxnavasanum en að ná að senda sms er full mikið. Í bónus þá hafði ég opnað uppsetninguna á lyklaborðinu og breytt því í eitthvað allt annað, sem ég náði að laga eftir ca hálftíma fikt.
Snapp
Á æfingunni eftir þessa SMS tók ég mig til og ýtti manni eftir að ég taldi að brotið hafði verið á mér. Ekki aðeins var ekki brotið á mér heldur er náunginn sem ég ýtti við einn sjá ljúfasti í bransanum og átti þetta ekki skilið. Þetta er ennfremur í fyrsta skiptið sem ég snappa svona illilega af engri sjáanlegri ástæðu. Bið ég sveitarfélagið Álftanes og þá sem urðu vitni að þessum ósköpum, afsökunnar á þessum persónuleikabrestum og vil ég gjarnan halda því fram að þetta muni ekki koma fyrir aftur.
Eurovision keppni
Á laugardaginn síðasta fór ég til Björgvins bróðir og ætlaði að horfa á úrslit Eurovision með þeim hjónum og vini mínum. Þegar þangað var komið mundi ég að ég er mamma, prins og íþróttaálfurinn á víxl hjá Valeríu Dögg, rúmlega tveggja og hálfs ára frænku minni, svo ég var of upptekinn til að horfa. Ég heyrði alls um þrjú lög þetta kvöld en spáði samt fyrir um topp tíu sætin, ásamt botnsætið og endanlega stöðu Íslands.
Ég stóð svo uppi sem sigurvegari, öllum að óvörum. Ég held að þetta sé eins nálægt og hægt verður komist því að vera kallaður sjáandi. Nema ég svindla ekki á syrgjandi fólki. Bara Eurovision áhorfendum. Nánast sami hluturinn.
SMS sending
Á laugardaginn síðasta læsti ég símanum og setti í vasann áður en ég hóf för mína á Álftanes, þar sem ég spila körfubolta. Þegar þangað var komið hafði eftirfarandi gerst í vasanum á buxunum mínum:
- Síminn aflæstist.
- Ég hafði opnað SMS sendingar, sem ég geri nánast aldrei þar sem ég hata að skrifa sms.
- Ég hafði opnað skilaboð frá vini mínum Ara.
- Ég hafði skrifað skilaboðin "Evu" og sent.
Ég hef orðið fyrir vasahringingum, þar sem fólk hringir í mig óvart með því að reka sig í takka í buxnavasanum en að ná að senda sms er full mikið. Í bónus þá hafði ég opnað uppsetninguna á lyklaborðinu og breytt því í eitthvað allt annað, sem ég náði að laga eftir ca hálftíma fikt.
Snapp
Á æfingunni eftir þessa SMS tók ég mig til og ýtti manni eftir að ég taldi að brotið hafði verið á mér. Ekki aðeins var ekki brotið á mér heldur er náunginn sem ég ýtti við einn sjá ljúfasti í bransanum og átti þetta ekki skilið. Þetta er ennfremur í fyrsta skiptið sem ég snappa svona illilega af engri sjáanlegri ástæðu. Bið ég sveitarfélagið Álftanes og þá sem urðu vitni að þessum ósköpum, afsökunnar á þessum persónuleikabrestum og vil ég gjarnan halda því fram að þetta muni ekki koma fyrir aftur.
Eurovision keppni
Á laugardaginn síðasta fór ég til Björgvins bróðir og ætlaði að horfa á úrslit Eurovision með þeim hjónum og vini mínum. Þegar þangað var komið mundi ég að ég er mamma, prins og íþróttaálfurinn á víxl hjá Valeríu Dögg, rúmlega tveggja og hálfs ára frænku minni, svo ég var of upptekinn til að horfa. Ég heyrði alls um þrjú lög þetta kvöld en spáði samt fyrir um topp tíu sætin, ásamt botnsætið og endanlega stöðu Íslands.
Ég stóð svo uppi sem sigurvegari, öllum að óvörum. Ég held að þetta sé eins nálægt og hægt verður komist því að vera kallaður sjáandi. Nema ég svindla ekki á syrgjandi fólki. Bara Eurovision áhorfendum. Nánast sami hluturinn.
Flokkað undir
Körfubolti,
Smásögur
föstudagur, 17. maí 2013
Dagadrif
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkrar smásögur um það sem hefur á daga mína drifið undanfarið.
1. Jarðskjálftafögnuður
Í gær steinsofnaði ég í sófanum heima eftir vinnu. Einhverntíman á milli þess sem ég sofnaði og vaknaðiendanlega rumskaði ég við mikinn dink, öskur og læti í næstu íbúðum. Ég hélt að þetta væri bara stórkostlegur jarðskjálfti og hélt áfram að sofa. Það var ekki fyrr en ég vaknaði að ég áttaði mig á því að Ísland hafi komist áfram í Eurovision sem var í gangi fyrr um kvöldið.
Þetta er þá í annað skiptið sem ég lofa að éta af mér hendurnar ef Ísland fær eitt stig í Eurovision. Fyrra skiptið var þegar Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti með Is it true.
2. Flutningur
Þessa dagana og vikurnar (og árin) standa yfir flutningar í vinnunni hjá mér. Þetta er í sjöunda sinn sem ég er fluttur um set á þeim sjö árum sem ég hef unnið hjá fyrirtækinu. Hér eftir ætla ég að prófa að ganga með rótsterkt ilmvatn og ögn meira af svitalyktaeyði og sjá hvort flutningunum fækki. Einnig ætla ég að hætta að brosa. Það ætti að minnka óhuggulegheitin.
3. Gafflahvarf
Síðustliðið ár hafa tveir af sex göflum mínum horfið sporlaust. Þetta hefur víðtækar afleiðingar. Þar á meðal að ég þarf að vaska upp mun oftar en áður, sem myndi snarlækka lífsgæði mín ef ég væri ekki með afnot af uppþvottavél.
Það sem er verra er að ég get nú með engu móti boðið fjórburum á stefnumót í heimahúsi, þar sem slík stefumót fela yfirleitt í sér neyslu á mat. Ég gæti reyndar boðið þeim í súpu þar sem ég á sex skeiðar, en að bjóða heim í súpu gæti hljómað frekar drullusokkalegt af mér. Þess vegna er ég einhleypur.
1. Jarðskjálftafögnuður
Í gær steinsofnaði ég í sófanum heima eftir vinnu. Einhverntíman á milli þess sem ég sofnaði og vaknaðiendanlega rumskaði ég við mikinn dink, öskur og læti í næstu íbúðum. Ég hélt að þetta væri bara stórkostlegur jarðskjálfti og hélt áfram að sofa. Það var ekki fyrr en ég vaknaði að ég áttaði mig á því að Ísland hafi komist áfram í Eurovision sem var í gangi fyrr um kvöldið.
Þetta er þá í annað skiptið sem ég lofa að éta af mér hendurnar ef Ísland fær eitt stig í Eurovision. Fyrra skiptið var þegar Jóhanna Guðrún varð í öðru sæti með Is it true.
2. Flutningur
Þessa dagana og vikurnar (og árin) standa yfir flutningar í vinnunni hjá mér. Þetta er í sjöunda sinn sem ég er fluttur um set á þeim sjö árum sem ég hef unnið hjá fyrirtækinu. Hér eftir ætla ég að prófa að ganga með rótsterkt ilmvatn og ögn meira af svitalyktaeyði og sjá hvort flutningunum fækki. Einnig ætla ég að hætta að brosa. Það ætti að minnka óhuggulegheitin.
3. Gafflahvarf
Síðustliðið ár hafa tveir af sex göflum mínum horfið sporlaust. Þetta hefur víðtækar afleiðingar. Þar á meðal að ég þarf að vaska upp mun oftar en áður, sem myndi snarlækka lífsgæði mín ef ég væri ekki með afnot af uppþvottavél.
Það sem er verra er að ég get nú með engu móti boðið fjórburum á stefnumót í heimahúsi, þar sem slík stefumót fela yfirleitt í sér neyslu á mat. Ég gæti reyndar boðið þeim í súpu þar sem ég á sex skeiðar, en að bjóða heim í súpu gæti hljómað frekar drullusokkalegt af mér. Þess vegna er ég einhleypur.
Flokkað undir
Smásögur
mánudagur, 13. maí 2013
Klappstýra vikunnar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Vefsíða Sport Illustrated virðist halda að klappstýrur séu merkilegri en ég, þar sem þeir taka bara viðtöl við þær í liðnum sínum "Klappstýra vikunnar" (Ens.: Cheerleader of the week) sem ég rakst á á netinu fyrir... tilviljun.
Eins og svo oft áður hafa þeir rétt fyrir sér en ég ætla samt að svara þessum spurningum. Það má því segja að ég sé klappstýra vikunnar á minni eigin síðu. Spurningar eru þýddar af ritstjóra og elskhuga mínum, mér.
Heimabær
Ég bý í Kópavogi. Er upphaflega frá Fellabæ við Egilsstaði. Eða Trékyllisvík. Eða Hallormsstað. Eða Hafnarfirði. Eða Reykjavík.
Menntaskóli/Háskóli
Menntaskólinn á Egilsstöðum og Háskólinn í Reykjavík.
Námsbraut
Hagfræðibraut í Menntaskóla og Viðskiptafræði í Háskóla. Ekki að ástæðulausu að ég var kosinn mest spennandi karakterinn... aldrei.
Það kæmi vinum mínum á óvart að vita að ég...
...borðaði ekkert nammi í kvöld, fyrir utan nokkur súkkulaði og kók glas.
Ef þú sæir lista yfir mest spiluðu lög tónlistarspilara þíns, myndirðu sjá mikið af...
Daft Punk, Sirius Mo, Gylfa Ægis og Nirvana.
Ef ég yrði að horfa á eina kvikmynd eða einn sjónvarpsþátt aftur og aftur þá yrði það...
Líklega Seven ef það væri bíómynd og fyrsta serían af Dexter ef þáttur.
Svalasti eltihrellir minn á Twitter
Nói Siríus.
Vandræðalegasta upplifun mín á leik
Eitt sinn tók ég víti í körfuboltaleik og þegar boltinn skoppaði á hringnum öskraði ég að hann ætti að drullast ofan í körfuna og að hann væri helvítis tussa. Þegar ég snéri mér við sá ég að áhorfendabekkirnir voru smekkfullir af börnum á aldrinum 5-10 ára. Nokkur börnin voru grátandi (vona ég).
Mitt vesta stefnumót
Sá leiðinlegustu bíómynd allra tíma nokkuð nýlega í bíó, þó það hafi ekki bitnað á kvöldinu. Ég ætla amk ekki að nefna stefnumótið sem endaði með óstöðvandi niðurgangi.
Þrennt sem ég vil gera áður en ég dey?
Vera skuldlaus, prófa eiturlyf (í hárri elli) og segja nei við einhvern einhverntíman.
Uppáhaldsvefsíður og/eða blogg
Reddit er uppáhalds síðan. Ég á mér ekki uppáhalds blogg lengur. Flestir bloggarar sem ég hef nefnt mína uppáhalds hafa hætt störfum. Ef ég nefni blogg núna mun ég líklega valda dauða þess.
Uppáhaldsfólkið sem ég eltihrelli á Twitter
Enginn sérstakur. Ef mér yrði hótað barsmíðum ef ég veldi engan þá myndi ég líklega velja bara... Paul Rust?
Eftirlætis símasmáforrit mitt
Instagram, Sleepbot eða Whatsapp.
Sú fræga manneskja sem ég er hvað hrifnastur af
Hef alltaf verið pínu veikur fyrir Tinu Turner.
Þrjár manneskjur sem ég vil borða kvöldmat með (lifandi eða dauðar)
Ég hefði verið til í að kynnast afa mínum í föðurætt og ömmu í móðurætt, sem dóu áður en ég fæddist. Helst lifandi. Og svo auðvitað Tina Turner.
Minn versti ávani
Ég naga neglur. Sem betur fer bara mínar eigin. Ennþá.
Sá hæfileiki sem ég vildi mest að ég byggi yfir
Að elda mat. Eða gera við bíla. Eða gera við mat. Og borða mat.
Mitt uppáhalds atvinnu íþróttalið
Utah Jazz. Eina atvinnulið sem ég fylgist með.
Ein af mínum sakbitnu ánægjum (ens.: Guilty pleasure)
Að finna spurningalista á netinu og svara þeim sjálfur.
Ég myndi vilja að mín síðasta máltíð yrði...
LSD töflur.
Eins og svo oft áður hafa þeir rétt fyrir sér en ég ætla samt að svara þessum spurningum. Það má því segja að ég sé klappstýra vikunnar á minni eigin síðu. Spurningar eru þýddar af ritstjóra og elskhuga mínum, mér.
Heimabær
Ég bý í Kópavogi. Er upphaflega frá Fellabæ við Egilsstaði. Eða Trékyllisvík. Eða Hallormsstað. Eða Hafnarfirði. Eða Reykjavík.
Menntaskóli/Háskóli
Menntaskólinn á Egilsstöðum og Háskólinn í Reykjavík.
Námsbraut
Hagfræðibraut í Menntaskóla og Viðskiptafræði í Háskóla. Ekki að ástæðulausu að ég var kosinn mest spennandi karakterinn... aldrei.
Það kæmi vinum mínum á óvart að vita að ég...
...borðaði ekkert nammi í kvöld, fyrir utan nokkur súkkulaði og kók glas.
Ef þú sæir lista yfir mest spiluðu lög tónlistarspilara þíns, myndirðu sjá mikið af...
Daft Punk, Sirius Mo, Gylfa Ægis og Nirvana.
Ef ég yrði að horfa á eina kvikmynd eða einn sjónvarpsþátt aftur og aftur þá yrði það...
Líklega Seven ef það væri bíómynd og fyrsta serían af Dexter ef þáttur.
Svalasti eltihrellir minn á Twitter
Nói Siríus.
Vandræðalegasta upplifun mín á leik
Eitt sinn tók ég víti í körfuboltaleik og þegar boltinn skoppaði á hringnum öskraði ég að hann ætti að drullast ofan í körfuna og að hann væri helvítis tussa. Þegar ég snéri mér við sá ég að áhorfendabekkirnir voru smekkfullir af börnum á aldrinum 5-10 ára. Nokkur börnin voru grátandi (vona ég).
Mitt vesta stefnumót
Sá leiðinlegustu bíómynd allra tíma nokkuð nýlega í bíó, þó það hafi ekki bitnað á kvöldinu. Ég ætla amk ekki að nefna stefnumótið sem endaði með óstöðvandi niðurgangi.
Þrennt sem ég vil gera áður en ég dey?
Vera skuldlaus, prófa eiturlyf (í hárri elli) og segja nei við einhvern einhverntíman.
Uppáhaldsvefsíður og/eða blogg
Reddit er uppáhalds síðan. Ég á mér ekki uppáhalds blogg lengur. Flestir bloggarar sem ég hef nefnt mína uppáhalds hafa hætt störfum. Ef ég nefni blogg núna mun ég líklega valda dauða þess.
Uppáhaldsfólkið sem ég eltihrelli á Twitter
Enginn sérstakur. Ef mér yrði hótað barsmíðum ef ég veldi engan þá myndi ég líklega velja bara... Paul Rust?
Eftirlætis símasmáforrit mitt
Instagram, Sleepbot eða Whatsapp.
Sú fræga manneskja sem ég er hvað hrifnastur af
Hef alltaf verið pínu veikur fyrir Tinu Turner.
Þrjár manneskjur sem ég vil borða kvöldmat með (lifandi eða dauðar)
Ég hefði verið til í að kynnast afa mínum í föðurætt og ömmu í móðurætt, sem dóu áður en ég fæddist. Helst lifandi. Og svo auðvitað Tina Turner.
Minn versti ávani
Ég naga neglur. Sem betur fer bara mínar eigin. Ennþá.
Sá hæfileiki sem ég vildi mest að ég byggi yfir
Að elda mat. Eða gera við bíla. Eða gera við mat. Og borða mat.
Mitt uppáhalds atvinnu íþróttalið
Utah Jazz. Eina atvinnulið sem ég fylgist með.
Ein af mínum sakbitnu ánægjum (ens.: Guilty pleasure)
Að finna spurningalista á netinu og svara þeim sjálfur.
Ég myndi vilja að mín síðasta máltíð yrði...
LSD töflur.
Flokkað undir
Spurningalisti
fimmtudagur, 25. apríl 2013
Kvikmyndaæði
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gripið hefur um sig kvikmyndaæði hjá undirrituðum. Ég hef nú farið í bíó fimm sinnum síðustu níu daga og það lítur út fyrir að ég sé að verða uppiskroppa með bíómyndir. Hér eru þær myndir sem ég hef séð undanfarið og smá umsögn um hverja og eina.
Side effects (Ísl.: Aukaverkanir)
Dramaspennumynd um stúlku sem hittir geðlækni vegna þunglyndis og fær nýja gerð af geðlyfi sem hefur aukaverkanir eins og ógleði, svefndrunga, morð og þurra húð.
Mjög vel gerð og mynd, enda er leikstjórinn Steven Soderbergh, sem er yfirleitt góður. Söguþráðurinn er þó pínu ótrúverðugur. En hverjum er ekki sama um það?
2,5 stjörnur af 4.
The Incredible Burt Wonderstone (Ísl.: Hinn ótrúverðugi Böðvar Undraeitthvað)
Gamanmynd um töframann í Las Vegas sem hættir skyndilega að verða vinsæll þegar meira hipp og kúl töframenn brjótast fram á sviðið (ekki bókstaflega).
Sæmilegasta skemmtun. Skilur ekkert eftir sig, skiljanlega. Jim Carrey bjargar því sem bjargað verður. Nokkrar senur sem fengu mig til að hlæja upphátt, sem gerist alltof sjaldan alla jafna (sem er reyndar ekki myndinni að kenna, aldrei þessu vant).
1,5 stjörnur af 4.
Oblivion (Ísl.: Gleymskunnar dá)
Tom Cruise leikur mann sem vaktar svæði á jörðinni eftir að mannkynið hefur ákveðið að yfirgefa hana fyrir Titan, eitt tungla Satúrnusar. Hann vaktar vélar sem eru að gleypa í sig höf jarðarinnar fyrir orku, eða eitthvað.
Myndin er tekin upp á Íslandi og er afskaplega vel útlítandi. Söguþráðurinn er skemmtilegur og myndin vel leikin. Ég hef eiginlega ekkert við hana að athuga, fyrir utan kannski örlítið of mikla væmni á köflum.
3,5 stjörnur af 4.
Olympus has fallen (Ísl.: 'Murica über alles)
Vondir kallar ráðast á Hvíta Húsið af því þeir vilja ekki að Bandaríkin haldi áfram frelsa alla jörðina. Forsetinn er tekinn til fanga og aðeins einn maður, sem átti ekki að vera á staðnum, getur bjargað málunum.
Þetta hefði verið fín lokamynd í Die Hard veldinu, þar sem ekki er hægt að bjarga miklu meiru en öllum Bandaríkjunum. Myndin er skemmtileg framan af, vel gerð og troðfull af grófu ofbeldi. En fyrir hvert ofbeldi er þremur ættjarðarástum Bandaríkjamanna troðið inn, sem keyrir um þverbak undir lokin.
2 stjörnur af 4.
Hypnotisören (Ísl.: Sprellarinn)
Maður, kona og dóttir þeirra finnast myrt en sonurinn kemst af. Dáleiðari er fenginn á svæðið til að sjá hvað pilturinn hefur séð. Allt verður vitlaust.
Ég fattaði eftir fimm mínútur að ég hafði lesið bókina fyrir ári síðan. Myndin er gloppótt og á köflum afskaplega langdregin um leið og skautað er yfir of mikið efni í einu. Allskonar atriði úr bókinni eru skorin alveg út sem skilur eftir miklar holur í sögunni. En myndin er samt ágætis afþreying. Ef kona dáleiðarans hefði verið skorin út hefði myndin verið mun betri.
1,5 stjörnur af 4.
Þá á ég bara eftir að sjá Bubbi Byggir 17 í 3D klukkan 13:00 á morgun á leikskólanum Vallarseli. Ég næ vonandi fremsta sætinu.
Side effects (Ísl.: Aukaverkanir)
Dramaspennumynd um stúlku sem hittir geðlækni vegna þunglyndis og fær nýja gerð af geðlyfi sem hefur aukaverkanir eins og ógleði, svefndrunga, morð og þurra húð.
Mjög vel gerð og mynd, enda er leikstjórinn Steven Soderbergh, sem er yfirleitt góður. Söguþráðurinn er þó pínu ótrúverðugur. En hverjum er ekki sama um það?
2,5 stjörnur af 4.
The Incredible Burt Wonderstone (Ísl.: Hinn ótrúverðugi Böðvar Undraeitthvað)
Gamanmynd um töframann í Las Vegas sem hættir skyndilega að verða vinsæll þegar meira hipp og kúl töframenn brjótast fram á sviðið (ekki bókstaflega).
Sæmilegasta skemmtun. Skilur ekkert eftir sig, skiljanlega. Jim Carrey bjargar því sem bjargað verður. Nokkrar senur sem fengu mig til að hlæja upphátt, sem gerist alltof sjaldan alla jafna (sem er reyndar ekki myndinni að kenna, aldrei þessu vant).
1,5 stjörnur af 4.
Oblivion (Ísl.: Gleymskunnar dá)
Tom Cruise leikur mann sem vaktar svæði á jörðinni eftir að mannkynið hefur ákveðið að yfirgefa hana fyrir Titan, eitt tungla Satúrnusar. Hann vaktar vélar sem eru að gleypa í sig höf jarðarinnar fyrir orku, eða eitthvað.
Myndin er tekin upp á Íslandi og er afskaplega vel útlítandi. Söguþráðurinn er skemmtilegur og myndin vel leikin. Ég hef eiginlega ekkert við hana að athuga, fyrir utan kannski örlítið of mikla væmni á köflum.
3,5 stjörnur af 4.
Olympus has fallen (Ísl.: 'Murica über alles)
Vondir kallar ráðast á Hvíta Húsið af því þeir vilja ekki að Bandaríkin haldi áfram frelsa alla jörðina. Forsetinn er tekinn til fanga og aðeins einn maður, sem átti ekki að vera á staðnum, getur bjargað málunum.
Þetta hefði verið fín lokamynd í Die Hard veldinu, þar sem ekki er hægt að bjarga miklu meiru en öllum Bandaríkjunum. Myndin er skemmtileg framan af, vel gerð og troðfull af grófu ofbeldi. En fyrir hvert ofbeldi er þremur ættjarðarástum Bandaríkjamanna troðið inn, sem keyrir um þverbak undir lokin.
2 stjörnur af 4.
Hypnotisören (Ísl.: Sprellarinn)
Maður, kona og dóttir þeirra finnast myrt en sonurinn kemst af. Dáleiðari er fenginn á svæðið til að sjá hvað pilturinn hefur séð. Allt verður vitlaust.
Ég fattaði eftir fimm mínútur að ég hafði lesið bókina fyrir ári síðan. Myndin er gloppótt og á köflum afskaplega langdregin um leið og skautað er yfir of mikið efni í einu. Allskonar atriði úr bókinni eru skorin alveg út sem skilur eftir miklar holur í sögunni. En myndin er samt ágætis afþreying. Ef kona dáleiðarans hefði verið skorin út hefði myndin verið mun betri.
1,5 stjörnur af 4.
Þá á ég bara eftir að sjá Bubbi Byggir 17 í 3D klukkan 13:00 á morgun á leikskólanum Vallarseli. Ég næ vonandi fremsta sætinu.
Flokkað undir
Kvikmyndir
þriðjudagur, 9. apríl 2013
Tónlistargubb
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef verið svo upptekinn við vinnu, svefn og meiri vinnu að ég hef ekki haft tíma til að láta eitthvað gerast sem er vert að skrifa um, hvað þá að skrifa um það litla sem hefur gerst á milli þess sem ég vinn og kem mér heim til að sofa.
Hér eru því nokkur lög sem ég hef hef verið að hlusta á síðustu vikur við svefn og vöku:
1. Danger Mouse & Daniele Luppi - Black
Ég heyrði þetta lag í lokasenu lokaþáttar af fjórðu seríu af Breaking Bad (Ísl.: Brjótandi vondur) og ég greip andköf. Frábært lag.
2. The Strokes - One Way Trigger
Af nýja diski Strokes, sem ég hef aldrei haft sérstaklega gaman af. En þessi nýi diskur þeirra, Comedown Machine (Ísl.: Komdu niður kveður amma), er meistaraverk. Mæli með honum.
3. Beastie Boys - Root Down (Free Zone Mix)
Með þessu lagi hef ég verið að tralla í ræktinni. Ég fer bráðum að vera búinn að læra textann utan að. Þá má fólk fara að passa sig.
4. Boys Noize - Ich R U
Í leit minni að svipaðri tónlist og Daft Punk gefa út fann ég Boys Noise (Ísl.: Strákar Nief) og þetta lag þeirra af plötunni Out of the Black (Ísl.: Át off ðe blakk), sem er drullu djöfull mögnuð. Tilvalið í ræktina eða við eldamennskuna, að því gefnu að rétturinn sé eldaður í örbylgjuofni.
Hér eru því nokkur lög sem ég hef hef verið að hlusta á síðustu vikur við svefn og vöku:
1. Danger Mouse & Daniele Luppi - Black
Ég heyrði þetta lag í lokasenu lokaþáttar af fjórðu seríu af Breaking Bad (Ísl.: Brjótandi vondur) og ég greip andköf. Frábært lag.
2. The Strokes - One Way Trigger
Af nýja diski Strokes, sem ég hef aldrei haft sérstaklega gaman af. En þessi nýi diskur þeirra, Comedown Machine (Ísl.: Komdu niður kveður amma), er meistaraverk. Mæli með honum.
3. Beastie Boys - Root Down (Free Zone Mix)
Með þessu lagi hef ég verið að tralla í ræktinni. Ég fer bráðum að vera búinn að læra textann utan að. Þá má fólk fara að passa sig.
4. Boys Noize - Ich R U
Í leit minni að svipaðri tónlist og Daft Punk gefa út fann ég Boys Noise (Ísl.: Strákar Nief) og þetta lag þeirra af plötunni Out of the Black (Ísl.: Át off ðe blakk), sem er drullu djöfull mögnuð. Tilvalið í ræktina eða við eldamennskuna, að því gefnu að rétturinn sé eldaður í örbylgjuofni.
Flokkað undir
Tónlist
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)