Hér eru tvö dæmi, sem bæði gerðust í gær, sunnudag. Það getur verið að mig sé að misminna, svo þið afsakið ef þetta stemmir ekki á einhvern hátt.
Útilæsing
Ég var á leiðinni úr íbúðinni sem ég leigi og hugsaði að ég yrði að muna eftir lyklunum tveimur sem ganga að íbúðinni annars vegar og að blokkinni hinsvegar. Í þeim hugsuðu orðum lokaði ég hurðinni og var læstur úti.
Ég huggaði mig við að ég ætti aukalykil einhversstaðar í bílnum, svo ég þurfti bara að loka ekki hurðinni að blokkinni á meðan ég sótti hann. Um leið og ég hafði sleppt þeirri hugsun lokaði ég hurðinni að blokkinni á eftir mér.
Sem betur fer hafði ég líka gleymt því að ég er með aukalykla að bæði blokkinni og íbúðinni í bílnum, svo ég þurfti ekki að selja mig fyrir mat og gistingu þá nóttina.
Kort
Þaðan fór ég í verslun að kaupa mér
Þá tók ég upp veskið og sá mér til hryllings að ég var ekki með kortið, andvarpaði og var í þann mund að segjast ekki vera með kortið þegar mér var litið á hann, gapandi yfir hræðilegu skammtímaminni mínu og bendandi mér á að ég hafði rétt honum kortið fyrir þremur sekúndum.
Svo þarf ég líka að muna að skrifa oftar færslur á þessa síðu.
Bwahahahahaha...gaman að lesa bloggið þitt.:)
SvaraEyða