Hér er áríðandi tilkynning til þeirra sem sáu til mín í ræktinni í kvöld:
Ég er með MP3 spilara sem er bundinn í reimina á stuttbuxunum mínum, þar sem ég hef engan annan stað til að geyma hann á. Spilarinn er svo tengdur við heyrnartól sem fara undir hlaupapeysu sem ég er yfirleitt í og í eyrun á mér. Þetta veldur því að spilarinn hangir fyrir ofan klofið á mér alla jafna, innan á stuttbuxunum mínum.
Í kvöld þegar heyrnartólin duttu úr sambandi við spilarann í miðri teygjuæfingu, akkúrat þegar nokkrar hressar ungar stelpur komu að teygja við hliðina á mér, var ég að reyna að tengja spilarann við heyrnartólin blint í gegnum stuttbuxurnar með báðum höndum á meðan ég starði blint út í loftið.
Það var ekki fyrr en ég tók eftir að stelpurnar voru í þessu lofti sem ég var að horfa á, og að þær voru fullar af viðbjóði, að ég áttaði mig á hversu óviðeigandi þessi aðgerð var.
Ég vil því koma því áleiðis að ég er ekki viðbjóður. Eða amk ekki svona mikill viðbjóður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.