mánudagur, 27. maí 2013

Undarlegir atburðir

Hér eru nokkrir óútskýranlegir hlutir sem ég hef upplifað síðustu rúmu vikuna:

SMS sending
Á laugardaginn síðasta læsti ég símanum og setti í vasann áður en ég hóf för mína á Álftanes, þar sem ég spila körfubolta. Þegar þangað var komið hafði eftirfarandi gerst í vasanum á buxunum mínum:

  1. Síminn aflæstist.
  2. Ég hafði opnað SMS sendingar, sem ég geri nánast aldrei þar sem ég hata að skrifa sms.
  3. Ég hafði opnað skilaboð frá vini mínum Ara.
  4. Ég hafði skrifað skilaboðin "Evu" og sent.

Ég hef orðið fyrir vasahringingum, þar sem fólk hringir í mig óvart með því að reka sig í takka í buxnavasanum en að ná að senda sms er full mikið. Í bónus þá hafði ég opnað uppsetninguna á lyklaborðinu og breytt því í eitthvað allt annað, sem ég náði að laga eftir ca hálftíma fikt.

Snapp
Á æfingunni eftir þessa SMS tók ég mig til og ýtti manni eftir að ég taldi að brotið hafði verið á mér. Ekki aðeins var ekki brotið á mér heldur er náunginn sem ég ýtti við einn sjá ljúfasti í bransanum og átti þetta ekki skilið. Þetta er ennfremur í fyrsta skiptið sem ég snappa svona illilega af engri sjáanlegri ástæðu. Bið ég sveitarfélagið Álftanes og þá sem urðu vitni að þessum ósköpum, afsökunnar á þessum persónuleikabrestum og vil ég gjarnan halda því fram að þetta muni ekki koma fyrir aftur.

Eurovision keppni
Á laugardaginn síðasta fór ég til Björgvins bróðir og ætlaði að horfa á úrslit Eurovision með þeim hjónum og vini mínum. Þegar þangað var komið mundi ég að ég er mamma, prins og íþróttaálfurinn á víxl hjá Valeríu Dögg, rúmlega tveggja og hálfs ára frænku minni, svo ég var of upptekinn til að horfa.  Ég heyrði alls um þrjú lög þetta kvöld en spáði samt fyrir um topp tíu sætin, ásamt botnsætið og endanlega stöðu Íslands.

Ég stóð svo uppi sem sigurvegari, öllum að óvörum. Ég held að þetta sé eins nálægt og hægt verður komist því að vera kallaður sjáandi. Nema ég svindla ekki á syrgjandi fólki. Bara Eurovision áhorfendum. Nánast sami hluturinn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.