Hér eru því nokkur lög sem ég hef hef verið að hlusta á síðustu vikur við svefn og vöku:
1. Danger Mouse & Daniele Luppi - Black
Ég heyrði þetta lag í lokasenu lokaþáttar af fjórðu seríu af Breaking Bad (Ísl.: Brjótandi vondur) og ég greip andköf. Frábært lag.
2. The Strokes - One Way Trigger
Af nýja diski Strokes, sem ég hef aldrei haft sérstaklega gaman af. En þessi nýi diskur þeirra, Comedown Machine (Ísl.: Komdu niður kveður amma), er meistaraverk. Mæli með honum.
3. Beastie Boys - Root Down (Free Zone Mix)
Með þessu lagi hef ég verið að tralla í ræktinni. Ég fer bráðum að vera búinn að læra textann utan að. Þá má fólk fara að passa sig.
4. Boys Noize - Ich R U
Í leit minni að svipaðri tónlist og Daft Punk gefa út fann ég Boys Noise (Ísl.: Strákar Nief) og þetta lag þeirra af plötunni Out of the Black (Ísl.: Át off ðe blakk), sem er drullu djöfull mögnuð. Tilvalið í ræktina eða við eldamennskuna, að því gefnu að rétturinn sé eldaður í örbylgjuofni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.